Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 44
Tímarit Máls og menningar Um hugann syntu ótal tóm Vodkaglös og áfengir þokubakkar höfðu hrannast upp. En andlit hennar, brosið sem sprakk fram af vörunum, var sem tungl í fyllingu. Eg var að hugsa hvað best væri að segja þegar augu okkar mættust. En það skipti engu máli; undar- leg þögnin hafði hjúpað sig utan um okkur og varirnar töluðu sitt nakta mál. Þó ég heyrði raddirnar í umræðunum voru þær aðeins fjarlægt skvaldur. Já allt leið um og sveif í fjarska þegar ég hjúfraði mig upp að henni og lét höfuðið falla í barm hennar. Hún greip um það, hélt því einsog bolta, strauk með báðum höndum og á meðan ég þreifaði fyrir mér innan undir fötunum fann ég votar varir hennar á hálsin- um. Við stóðum upp og á meðan við vangadönsuðum eftir fjörugu lagi streymdu græðgislegir kossarnir um líkama okkar. Svo tók hún hönd mína og við leiddumst eftir löngum gangi, inn í herbergi þar sem autt rúm beið. Nei, ég vissi ekkert hvað klukkan var en allt í einu var hurðinni hrundið upp og Siggi stóð við rúmgaflinn með tvo kaffibrúsa fulla af Vodka. Hann sagði að við ættum að vera mættir eftir korter. „Mætt- ir hvert?“ Eg þóttist ekki skilja hvert hann væri að fara heldur teygði úr mér og ætlaði að grípa utan um stelpuna og kúra mig upp að henni, en þá var hún farin. Um leið mundi ég að þetta hafði mistekist. Þegar hún greip um liminn og ætlaði að stinga honum inn varð mér sáðfall og lyppaðist bara niður og sofnaði. En af því að Siggi hló um leið og ég greip í tómið, sló sér á lær og skellihló, grunaði ég hann um græsku, hélt hann vissi allt um málið og dreif mig strax fram úr. Eg var glaðvak- andi og eftir að hafa fengið mér góðan sopa úr öðrum brúsanum var ég til í slaginn. Frammi hrutu sjómennirnir en Flosi var með glóðarauga og þeir báðir, hann og Gunni, sem sagðist hafa unnið tólf skákir, sátu enn við drykkju og virtust eldhressir og það var ekki fyrr en við vorum byrjaðir að vinna að þreytan helltist yfir þá. Flosi stóð og geispaði við vigtina og Gunni fór allur í keng. Hann rétt gat haldið um sporðana og var allt í einu sofnaður bak við eina saltfiskstæðuna. Það hefði verið allt í lagi ef verkstjórinn hefði ekki þurft að vekja hann því Hafdís var í símanum til að segja honum að hún væri ófrísk og þau ættu von á barni. 178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.