Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 46
Tímarit Máls og menningar Ég, Jói og Flosi mynduðum eitt holl og unnum saman á átta tíma vöktum en hinir þrír voru vaktin á móti. Jói sat áfram og tottaði filt- ersígarettur á lyftaranum en við Flosi tókum á móti mjölinu sem rann gegnum rörin áður en það spýttist út um reðurlaga járnhólk en upp á hann þræddum við fimmtíu kílóa bréfpoka, létum þá fyllast, lokuðum fyrir og stöfluðum á brettin sem Jói keyrði burt. Gúanóbræðslan var undarlegur heimur: endalausir salir og gang- ar, stigar sem lágu upp og niður, herbergi full af dynjandi vélum, mannsandlit sem gægðust út um lúgur. Þyrfti maður að leita ein- hvers var enginn vandi að villast. Við höfðum lítinn tréskúr í salnum og sátum þar þegar rörin voru stífluð eða við skiptumst á pásum. Berbrjósta konur hengu um alla veggi og nokkrir árgangar af klám- blöðum lágu í bunkum. Við Flosi tókum líka með okkur aðsend Flokksskjöl en þegar frá leið var meira fútt í klámblöðunum. Smám saman læsti bræðslufnykurinn sig í fötin, síðan í húðina og á einni viku varð skólastofan sem daunillur hellir, dauðar flugur og fiðrildi lágu í vaskinum og þegar kennsla hófst var ekki hægt að kenna í stofunni og hún innsigluð og einangruð á meðan gagnger sótthreinsun fór fram. Við fengum húsnæði á vegum bræðslunnar, sitt hvort herbergið í verbúð í smíðum. I öðru herbergi á sama stað bjó Jói og þar bjuggu líka aðkomumenn í öðrum störfum, bæði smiðir og múrarar. Ég veit ekki af hverju en einhvern veginn rugluðu vaktirnar mig algjörlega í ríminu. Ég vildi umbylta þjóðfélaginu en vaktirnar gengu enn lengra; þær afnámu sólarhringinn. Sem betur fer var Flosi með vekjaraklukkuna inni hjá sér. Yfir til mín þurftu hljóð hennar að berast í gegnum heilan vegg. Eina nóttina fannst mér hún hringja inni í stærsta fjallinu en þegar ég opnaði augun var Flosi að banka á dyrnar. Við höfðum hengt upp auglýsingu í andyri félagsheimilisins og auglýstum leshring í fræðunum og einnig námskeið og kynningu, en enginn lét skrá sig nema Jói. Oft var gráleit birtan vafin þunglyndis- legri þoku en í lok október fór að snjóa. A einu augabragði varð allt snævi þakið og tandurhvítt. Fagurt tunglsljós fyllti kvöldin og bær- inn baðaði sig í svo fögrum bjarma að mér fannst aldrei dimmt. En eitt kvöld í nóvember var bankað á dyrnar. Það var frívakt og 180
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.