Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar
Ég, Jói og Flosi mynduðum eitt holl og unnum saman á átta tíma
vöktum en hinir þrír voru vaktin á móti. Jói sat áfram og tottaði filt-
ersígarettur á lyftaranum en við Flosi tókum á móti mjölinu sem
rann gegnum rörin áður en það spýttist út um reðurlaga járnhólk en
upp á hann þræddum við fimmtíu kílóa bréfpoka, létum þá fyllast,
lokuðum fyrir og stöfluðum á brettin sem Jói keyrði burt.
Gúanóbræðslan var undarlegur heimur: endalausir salir og gang-
ar, stigar sem lágu upp og niður, herbergi full af dynjandi vélum,
mannsandlit sem gægðust út um lúgur. Þyrfti maður að leita ein-
hvers var enginn vandi að villast. Við höfðum lítinn tréskúr í salnum
og sátum þar þegar rörin voru stífluð eða við skiptumst á pásum.
Berbrjósta konur hengu um alla veggi og nokkrir árgangar af klám-
blöðum lágu í bunkum. Við Flosi tókum líka með okkur aðsend
Flokksskjöl en þegar frá leið var meira fútt í klámblöðunum.
Smám saman læsti bræðslufnykurinn sig í fötin, síðan í húðina og
á einni viku varð skólastofan sem daunillur hellir, dauðar flugur og
fiðrildi lágu í vaskinum og þegar kennsla hófst var ekki hægt að
kenna í stofunni og hún innsigluð og einangruð á meðan gagnger
sótthreinsun fór fram. Við fengum húsnæði á vegum bræðslunnar,
sitt hvort herbergið í verbúð í smíðum. I öðru herbergi á sama stað
bjó Jói og þar bjuggu líka aðkomumenn í öðrum störfum, bæði
smiðir og múrarar.
Ég veit ekki af hverju en einhvern veginn rugluðu vaktirnar mig
algjörlega í ríminu. Ég vildi umbylta þjóðfélaginu en vaktirnar
gengu enn lengra; þær afnámu sólarhringinn. Sem betur fer var Flosi
með vekjaraklukkuna inni hjá sér. Yfir til mín þurftu hljóð hennar
að berast í gegnum heilan vegg. Eina nóttina fannst mér hún hringja
inni í stærsta fjallinu en þegar ég opnaði augun var Flosi að banka á
dyrnar.
Við höfðum hengt upp auglýsingu í andyri félagsheimilisins og
auglýstum leshring í fræðunum og einnig námskeið og kynningu, en
enginn lét skrá sig nema Jói. Oft var gráleit birtan vafin þunglyndis-
legri þoku en í lok október fór að snjóa. A einu augabragði varð allt
snævi þakið og tandurhvítt. Fagurt tunglsljós fyllti kvöldin og bær-
inn baðaði sig í svo fögrum bjarma að mér fannst aldrei dimmt.
En eitt kvöld í nóvember var bankað á dyrnar. Það var frívakt og
180