Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 48
Tímarit Mdls og menningar eiturbyrlari og lét því ekki segja mér það tvisvar heldur hóf lurkinn á loft og mölbraut flöskuna í höndum hans um leið og hann ætlaði að rétta hana til mín. Ég hljóp en hann hélt um stútinn og orgaði á eftir mér, sagðist mundu rista upp á mér kviðinn og skera í sundur á mér smettið. Þannig börðumst við í gegnum storminn þar til honum hafði tekist að króa mig af á lítilli bryggju niður við höfn. A ég að láta mig fjúka út í sjó eða gefast upp, hugsaði ég um leið og blákaldir fingurnir gripu eins fast og þeir gátu utan um lurkinn. Og nú hóf ég hann á loft og hljóp æpandi á móti manninum sem mér til mikillar furðu fleygði frá sér oddhvössu glerinu og hljóp þar til hann hvarf mér sjónum. Snjónum kyngdi niður, stórir skaflar mynduðust og fjöllin voru einsog jöklar. Ég vissi ekkert hvað hafði gerst, mundi bara að ég hafði ætlað að leita að stelpunni en einhver fleygt mér niður háar tröppur og þegar ég vaknaði var ég blóðugur og svo kvefaður að ég nötraði allur og skalf. Ég reyndi að vinna en það var einhver seið- ingur í höfðinu sem magnaðist í hvert sinn sem ég steig inn í bræðsl- una og í dimmasta skammdeginu var ég með stöðugan hausverk. Ég hætti að mæta, missti alla matarlyst og lá undir sænginni og hríðskalf. Uti hvein stormurinn og ýlfraði og vældi en inni var dimmt því skaflarnir náðu upp á miðja rúðu og fjúkið byrgði sýn. Þegar Flosi kom með innpakkaðan mat frá mötuneyti hótelsins borðaði ég í hæsta lagi hálfa kartöflu og nú var ég alveg hættur að vita hvort vekjaraklukkan hringdi í martröðum hugans eða herberg- inu við hliðina. „Stefán, nú eru liðnar tvær vikur, þú verður að fara að mæta.“ Þetta var röddin hans Flosa en ég ansaði honum engu. „Þú hlýtur að sjá það, við Jói getum ekki staðið í þessu einir.“ Svo fjarlægðist fótatakið út ganginn, þung stígvélin og útidyrahurðin skelltist aftur. Ég sofnaði, dreymdi skærblátt tjald og litla hvíta dúfu. Uti nötraði allt og skalf en mér til mikillar furðu var ég bara þó nokkuð hress þegar ég vaknaði. „Þú verður að mæta í dag . . . við Jói getum ekki staðið í þessu einir.“ Það var einsog röddin væri enn fyrir utan. Einhvers staðar drundi og nú vildi ég vita hvað var á seyði. Ég klæddi mig í galla- buxurnar og lopapeysuna og fór í fóðruðu úlpuna utan yfir. Vegur- 182
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.