Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 55
„Eilífur kallar/kvenleikinn oss.“ En það sem er kannski fyrst og fremst varasamt í þessum hugmyndum er það grundvallarsjónarmið að ein tegund mannlegrar veru sé fyrir líffræði- legar sakir eitthvað merkilegri eða betri en önnur. Með þessu er ég ekki að fría karla af því að undiroka konur, né heldur að leggjast gegn því að konur vakni til aukinnar vitundar um mátt sinn og megin - ég efast heldur ekki um að það sé samfélaginu brýn nauðsyn að þau sjónarmið sem í þessari umræðu eru jafnan nefnd „sjónarmið kvenna" hafi meiri áhrif á alla stefnu- mótun; mér þykja hins vegar þessar miðaldaguðfræðilegu þenkingar um hið illa Adams eðli keyra nokkuð úr hófi. Ofríki gagnvart texta er ef til vill eitt af meginvandamálum bókmennta- fræðinnar, og raunar allrar túlkunar. Margir stunda hana með það að leið- arljósi að texti hafi djúpgerð undir yfirborðinu, og þar sé að finna sann- leika verksins, meðan hitt sem slysist til að vera á yfirborðinu sé brengluð mynd af þessum sannleika. Og þegar þetta fólk er búið að róta sig niður á djúpgerðina tekur það að sjá algildið í bókinni, en er oftar en ekki farið að stjórnast af lífsviðhorfum sínum - þetta er í rauninni aðeins ein leið til að loka á verkið, nota það til staðfestingar en ekki afhjúpunar. Og nú koma lífsviðhorfin við: „sumir eru marxistar og sumir trúa á guð“; aðrir eru exístensíalistar; enn aðrir trúa því að lífið allt sé blóðrás og logandi und, og gætu þess vegna lesið það út úr djúpgerð Tinnabókanna - og svo eru sumir femínistar og telja að höfundar eins og Barbara Cartland eða Margit Sande- mo séu bara að skrifa út frá forsendum karla og einhver ætti að opna augu þeirra, þá fari þær kannski að skrifa í hring . . . Ofríkið gagnvart textanum kemur í ljós í fyrstu setningum greinar Helgu Kress. Hún byrjar á því að vitna í Tímaþjófinn, bls. 157: „Sumir eru marx- istar og sumir trúa á guð en ég virðist hafa trúað óvart á ástina og sjáðu hvernig hún lék mig“ og leggur síðan út af henni, segir að þessum orðum sé beint til Antons, sem Alda elskar í meinum, en ekki síður til lesenda „sem eiga að skilja og sjá“ (hennar leturbreyting). Og án þess að hika heldur hún áfram: „þannig opna þau svið bókarinnar sem einmitt fjallar um skilyrði ástarinnar og hversu erfitt hún á uppdráttar í karlstýrðu þjóðfélagi“. Ein- mitt? Helga sýnir í grein sinni ágætlega fram á að hxgt er að opna Tíma- þjófinn sannfærður um að ástin eigi sér ekki lífsvon í þjóðfélagi sem stýrt er af körlum og finna þar dæmi þess (það gat ekki öðruvísi farið úr því manneskjan fór að elska karlmann), en það er hvorki á færi hennar né mín að negla niður einn leshátt á svo slungnu bókmenntaverki. Verkið fjallar ekki einmitt um eitt eða annað sem við lesum inn í það. Það fjallar um menntaskólakennarann Öldu, ástir hennar og örlög. Það er allt og sumt. Síðan getur Helga dregið sínar ályktanir af óförum Oldu. Með þessu orða- 189
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.