Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 59
„Eilífur kallar/kvenleikinn oss.“ altækan sannleik hafinn yfir mælingar og rannsóknir, eitthvað sem snilling- urinn skynjar af innsæi. Kristeva virkar í þessari grein þannig dálítið eins og strangur dyravörður að hleypa þeim útvöldu inn, en er ansi bundin þeim þjóðfélagshópum sem hún sjálf tilheyrir - ég er ekki viss um að háskólaborgarar af ýmsum sortum séu neinn þjóðfélagslegur útlagahópur; eðlilegra væri að telja til þess hóps til dæmis róna. Og vegsömun skáldanna er gremjuleg. Af hverju ætti skáld að vera eitthvað næmara fyrir ást en bankamaður á Isafirði eða lifa vellukkaðra lífi? Og eitt enn: aðrir listamenn en skáld hafa alveg gleymst, og er það í samræmi við það að í endursögn Helgu á hugmyndum Kristevu um orðræðu ástarinnar og hversu erfitt hún eigi uppdráttar í samfélaginu, er einblínt á bókmenntir - og í bókmenntum sér Helga engar aðrar hugleiðingar um ástina en lítils metnar ástarsögur eftir konur. Eitt er að gera eins og póst-strúktúralistar og rannsaka alla menninguna sem væri hún texti eða orðræða - annað er að halda að hún sé eintóm orðræða. Hún er svo miklu fleira. Málverk, dans eða fiðlusónata komast miklu nær því en texti að tjá reynslu sem ekki verður færð í orð - í dansinum fer saman trúarleg tilbeiðsla og taumlaus erótík. I dægurlögum er beinlínis staglast á ástarreynslu af hvers kyns tagi. Og enn og aftur: orð- ræða ástarinnar þrífst vel hjá tveimur einstaklingum sem unnast. Það kemur reyndar aldrei skýrt fram hvað nákvæmlega er átt við með „því kvenlega", einna helst er að skilja á grein Helgu að þar sé um að ræða hvers kyns aðra lífssýn en þá sem kenna mætti við teknókrata, hagvaxtar- hugsunarháttinn, eða - afsakið orðbragðið - kapítalismann. Það kerfi sem eyðir ósonlagi og regnskógum og meinar einstaklingunum að verða það af sjálfum sér sem þeir eiga kröfu á, og krefjast verður af þeim. En alltént: hið kvenlega og hið karllega eru sem sé nokkurs konar erki- týpur eða platónskar frummyndir, og heimssýnin er hin sama og í Star Wars eða trúarbrögðum Persa eða miðaldaguðfræði. Hin illu og hin góðu öfl takast á í heiminum, raunar hverjum einstaklingi. Þetta er skýr tví- hyggja, þetta er ekki samsett heimsskoðun. Og þetta er löghyggja, byggð á alhæfingum um líf okkar allt aftur í móðurkvið. Helga: Heim móðurinnar og frumbernskunnar, „hið semíótíska", hugsar Kristeva sér sem óheftan og orðlausan heim nautnar, hugarflugs og ímyndunar. Þess- um heimi fylgir gleði, leikir, hamingja, snerting og hlýja móðurlíkamans (og móðurlífsins), sem lögmál föðurins, „symbólska“ kerfið, bælir niður og bannar. Þessar frumhvatir, sem heyra móðurinni, upprunanum og náttúr- unni til, einkennast af glundroða, hrynjandi og endalausu flæði sem safnast fyrir í því sem Kristeva með hugtaki frá Plató kallar kóru [...]. Og þegar barnið er að fullu komið inn í samfélagið, heim föðurins, er kóran með 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.