Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 62
Franz Kafka Dómurinn Saga handa ungfrú Felice B. Það var árla sunnudags á fögru vori. Georg Bendemann, ungur kaupmaður, sat í einkaherbergi sínu á annarri hæð í einu þeirra lágreistu, léttbyggðu húsa sem teygðust meðfram fljótinu í langri röð og þekktust vart í sundur á öðru en hæð og lit. Hann hafði nýlokið við að skrifa bréf til æskuvinar síns sem dvaldist erlendis, dundaði við að loka því með hægð, studdi síðan olnboganum á skrifborðið og horfði út um gluggann á fljótið, á brúna og á föl- græna hólana á bakkanum hinum megin. Hann rifjaði það upp að þessi vinur hans hafði ekki verið sáttur við afkomu sína heima fyrir og blátt áfram forðað sér til Rússlands fyrir mörgum árum. Núna rak hann verslun í Pétursborg, hún hafði farið vel af stað en fyrir löngu virtist samt vera farið að halla undan fæti, og yfir því barmaði vinurinn sér í heimsóknum sínum sem sífellt urðu strjálli. Þannig þrælaði hann sér út með tilgangslausri vinnu í útlandinu; annarlegt alskeggið huldi einungis slælega andlit hans sem var kunnuglegt allt frá bernsku, en hafði nú fengið gulan húðlit er virtist gefa til kynna að sjúkdómur væri að grafa um sig. Að því er hann sagði hafði hann engin raunveruleg tengsl við þann hóp landa sinna er þarna bjó en varla heldur nein félagsleg samskipti við þarlendar fjölskyldur og bjó sig því undir endanlega piparsveins- tilveru. Hvað átti maður að skrifa slíkum manni sem bersýnilega hafði farið villur vega, sem maður gat aumkað en ekki hjálpað. Ætti mað- ur kannski að ráðleggja honum að koma aftur heim, færa tilvist sína hingað, endurnýja öll gömlu vináttutengslin - ekkert var því til fyr- irstöðu - og treysta yfirleitt á aðstoð vinanna? En það þýddi aftur á móti að segja honum jafnframt, því varfærnislegar þeim mun meira særandi, að viðleitni hans fram að þessu væri misheppnuð, að hann 196
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.