Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 65
Dómurinn hans er það ósennilegt." „Ef þú átt slíka vini, Georg, hefðirðu alls ekki átt að trúlofa þig.“ „Já, þetta er okkur báðum að kenna; en nú vildi ég ekki breyta því.“ Og þegar hún gat síðan með andköfum stunið upp undir kossum hans: „Eiginlega angrar það mig samt,“ fannst honum það í rauninni meinalaust að skýra vini sínum frá öllu saman. „Svona er ég og hann verður að taka mér eins og ég er,“ sagði hann við sjálfan sig, „ég get ekki sniðið úr mér einhvern annan mann sem væri kannski hentugri fyrir vináttu hans en ég er.“ Og reyndin varð sú að í langa bréfinu, sem hann skrifaði á þessum sunnudagsmorgni, skýrði hann vini sínum frá trúlofuninni með eft- irfarandi orðum: „Bestu tíðindin hef ég geymt mér þar til í lokin. Eg hef trúlofast ungfrú Frídu Brandenfeld, stúlku úr efnaðri fjölskyldu sem settist ekki að hérna fyrr en löngu eftir að þú fórst og þú kannast varla við. Síðar gefst tækifæri til að segja þér nánar frá brúði minni; að sinni læt ég nægja að segja þér að ég er mjög hamingju- samur og að milli þín og mín hefur ekkert breyst nema hvað þú munt eiga í mér ekki bara venjulegan vin heldur hamingjusaman vin. Þar að auki eignast þú í brúði minni, sem biður kærlega að heilsa þér og mun sjálf skrifa þér bráðlega, heiðarlega vinkonu og það er ekki alveg þýðingarlaust fyrir piparsvein. Eg veit að það er margt sem aftrar því að þú heimsækir okkur, en væri brúðkaup mitt ekki ein- mitt rétta tækifærið til að ryðja nú öllum hindrunum úr vegi? En hvernig sem því er farið, breyttu samkvæmt bestu vitund og án tillits til annars.“ Með bréf þetta í hendinni sat Georg lengi við skrifborðið og sneri andliti mót glugganum. Kunningi, sem gekk framhjá á götunni, heilsaði honum, en hann endurgalt tæpast kveðjuna með fjarrænu brosi. Að lokum stakk hann bréfinu í vasann og gekk út úr herbergi sínu þvert yfir lítinn gang inn í herbergi föður síns en þangað hafði hann ekki komið mánuðum saman. Þess gerðist ekki heldur nein þörf því að hann hafði stöðug samskipti við föður sinn í fyrirtækinu, hádeg- isverð snæddu þeir samtímis í matsöluhúsi, á kvöldin sá að vísu hvor um sig eftir geðþótta; samt sátu þeir oftast stundarkorn, hvor með sitt dagblaðið, í sameiginlegri setustofu þeirra, nema þegar Georg var í félagsskap vina sinna, sem oft henti, eða þá að undanförnu í heimsókn hjá unnustunni. Georg furðaði sig á því hve dimmt her- 199
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.