Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 66
Tímarit Máls og menningar
bergi föðurins var, jafnvel þennan sólríka morgun. Slíkum skugga
varpaði hár múrveggur sem gnæfði handan við þröngan húsagarð-
inn. Faðir hans sat við gluggann í horni sem skreytt var ýmiskonar
minjum um móðurina sáluðu og las í blaði sem hann hélt á ská út frá
augunum og reyndi með því móti að bæta sér upp einhverskonar
sjóndepru. A borðinu voru leifarnar af morgunverðinum en ekki
virtist mikið hafa verið hreyft við honum.
„Aha, Georg!“ sagði faðirinn og gekk þegar til móts við hann.
Þungur náttsloppur hans opnaðist á göngunni og löfin vingsuðust
um hann. - „Faðir minn er ennþá risi,“ sagði Georg við sjálfan sig.
„Það er óbærilega dimmt hérna,“ sagði hann svo.
„Já, það er orðið dimrnt," svaraði faðirinn.
„Þú hefur líka lokað glugganum?“
„Mér finnst það betra svona.“
„Það er mjög hlýtt úti,“ sagði Georg eins og í framhaldi af því
sem áður var sagt og settist.
Faðirinn tók morgunverðarbúnaðinn af borðinu og setti hann á
kistil.
„Eiginlega ætlaði ég bara að segja þér,“ hélt Georg áfram og
fylgdist grannt með hreyfingum gamla mannsins, „að ég er þrátt
fyrir allt búinn að tilkynna trúlofun mína til Pétursborgar.“ Hann
dró bréfið örlítið upp úr vasanum og lét það falla niður í hann aftur.
„Af hverju til Pétursborgar?" spurði faðirinn.
„Til vinar míns þar,“ sagði Georg og leitaði að augnaráði föður-
ins. - „I fyrirtækinu er hann allt öðruvísi," hugsaði hann, „að sjá
hvernig hann situr hér og breiðir úr sér með arma krosslagða á
bringu.“
„Já. Vinar þíns,“ sagði faðirinn með áhersluþunga.
„Þú veist þó, faðir minn, að í fyrstu ætlaði ég að þegja yfir trúlof-
un minni við hann. Af tillitssemi, af engri annarri ástæðu. Þú veist
sjálfur að hann er erfiður. Eg sagði sjálfum mér að hann gæti ugg-
laust komist að raun um trúlofun mína eftir öðrum leiðum þótt
tæpast væri það líklegt vegna einmanalegra lífshátta hans - ég get
ekki komið í veg fyrir það -, en fréttina skyldi hann ekki fá frá
mér.“
„Og nú hefur þú semsagt endurskoðað þetta?“ spurði faðirinn,
V
200