Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 67
Dómurinn lagði stórt dagblaðið á gluggakistuna og ofan á blaðið lagði hann gleraugun sem hann huldi með hendinni. „Já, ég hef hugleitt málið á ný. Ef hann er góður vinur minn, sagði ég við sjálfan mig, þá er farsæl trúlofun mín einnig hamingja hans. Og þessvegna hikaði ég ekki lengur að skýra honum frá því. Ég vildi samt sem áður segja þér það áður en ég setti bréfið í póst.“ „Georg,“ sagði faðirinn og flennti út tannlausan munninn, „hlust- aðu nú! Þú komst til mín vegna þessa máls til að ráðgast við mig. Það er þér tvímælalaust til sóma. En það er ekkert, það er verra en ekkert ef þú segir mér ekki allan sannleikann núna. Ég vil ekki hrófla við hlutum sem koma þessu ekki við. Síðan okkar ástkæra móðir lést, hafa vissir ófagrir hlutir átt sér stað. Kannski verður einnig tímabært að minnast á þá og kannski verður það fyrr en okkur varir. I fyrirtækinu fer margt framhjá mér, ég er kannski ekki leyndur því - ég vil alls ekki gera ráð fyrir því núna að ég sé leyndur því -, ég er ekki lengur nógu þrekmikill, minninu er farið að hraka, ég hef ekki lengur yfirsýn yfir öll þessi mörgu atriði. Þetta er í fyrsta lagi gangur náttúrunnar og í öðru lagi var fráfall hennar mömmu okkar miklu meira áfall fyrir mig en þig. - En úr því að við erum einmitt að fjalla um þetta mál, um þetta bréf, þá bið ég þig, Georg, blekktu mig ekki. Þetta er smáræði, ekki orðum á það eyðandi, blekktu mig því ekki. Att þú í raun og veru þennan vin í Péturs- borg?“ Georg stóð á fætur, vandræðalegur. „Skeytum ekki um vini mína. Þúsund vinir geta ekki komið í stað föður míns. Veistu hvað ég held? Þú hlífir þér ekki nægilega. En aldurinn krefst réttar síns. Þú ert mér ómissandi í fyrirtækinu, það veistu fullvel, en ef fyrirtækið skyldi ógna heilsu þinni, loka ég því fyrir fullt og allt, jafnvel strax á morgun. Þetta gengur ekki. Þá verðum við að finna þér annan lífs- máta. Og það í grundvallaratriðum. Þú situr hér í myrkrinu en gætir haft gott ljós í setustofunni. Þú nartar í morgunverðinn í stað þess að nærast sómasamlega. Þú situr við lokaðan glugga en loftið yrði þér hollt. Nei, faðir minn! Ég sæki lækninn og við förum eftir fyrir- mælum hans. Við skiptum um herbergi, þú flytur í fremra herberg- ið, ég hingað. Það breytist ekkert hjá þér, allt verður flutt með þér. En það er nægur tími fyrir þetta allt saman, leggðu þig nú smástund 201
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.