Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 69
Dómurinn
inn yrði einn um kyrrt í gömlu íbúðinni. En nú tók hann í skyndi
einarða ákvörðun um að hafa föðurinn með í væntanlegu heimilis-
haldi sínu. Svo gat virst, þegar nánar var að gætt, að sú umönnun,
sem föðurnum myndi standa þar til boða, kynni að verða of seint á
ferðinni.
Hann bar föðurinn í fanginu inn í rúm. Hann fann til hryllings á
þessari stuttu leið að rúminu þegar hann veitti því eftirtekt að faðir-
inn var að leika sér að úrkeðjunni á bringu hans. Hann gat ekki lagt
hann umsvifalaust í rúmið, svo fast hélt hann sér í úrkeðjuna.
En vart var hann kominn í rúmið þegar allt virtist í góðu lagi.
Hann breiddi sjálfur yfir sig og dró síðan ábreiðuna lengra en vana-
lega upp yfir axlir sér. Hann leit ekki óvingjarnlega upp til Georgs.
„Nú manstu eftir honum, ekki satt?“ sagði Georg og kinkaði
uppörvandi kolli til hans.
„Er nú vel breitt yfir mig?“ spurði faðirinn, einsog hann gæti ekki
aðgætt hvort fæturnir væru nægilega huldir.
„Þú kannt semsagt strax vel við þig í rúminu,“ sagði Georg og
þrýsti sængurfötunum þéttar að honum.
„Er vel breitt yfir mig?“ spurði faðirinn aftur og virtist leggja
mikið upp úr svarinu.
„Vertu alveg rólegur, það er vel breitt yfir þig.“
„Nei!“ hrópaði faðirinn þannig að svarið rakst á spurninguna,
kastaði af sér ábreiðunni með svo miklu afli að eitt augnablik þand-
ist hún út á fluginu, og stóð uppréttur í rúminu. Hann studdi sig
einungis lítillega með annarri hendinni við loftið. „Þú vildir breiða
yfir mig, það veit ég, anginn minn, en ennþá er ekki búið að breiða
yfir mig. Og þótt þetta séu hinstu kraftar mínir, þá eru þeir nægileg-
ir fyrir þig, þeir eru þér ofviða. Víst þekki ég vin þinn. Hann væri
sonur að mínu skapi. Þessvegna hefur þú líka setið á svikráðum við
hann öll þessi ár. Hversvegna annars? Heldurðu að ég hafi ekki
grátið vegna hans? Þessvegna læsir þú þig inni á skrifstofunni, eng-
inn á að trufla, forstjórinn er upptekinn — einungis til að þú getir
skrifað þessi upplognu bréf þín til Rússlands. En til allrar hamingju
þarf enginn að kenna föðurnum að sjá í gegnum soninn. Og nú
hélstu að þú hefðir hann undir, hafir hann svo rækilega undir að þú
getir tyllt afturendanum á hann og að hann hreyfi sig hvergi, svona
hefur hann herra sonur minn ákveðið að kvænast!"
203