Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 69
Dómurinn inn yrði einn um kyrrt í gömlu íbúðinni. En nú tók hann í skyndi einarða ákvörðun um að hafa föðurinn með í væntanlegu heimilis- haldi sínu. Svo gat virst, þegar nánar var að gætt, að sú umönnun, sem föðurnum myndi standa þar til boða, kynni að verða of seint á ferðinni. Hann bar föðurinn í fanginu inn í rúm. Hann fann til hryllings á þessari stuttu leið að rúminu þegar hann veitti því eftirtekt að faðir- inn var að leika sér að úrkeðjunni á bringu hans. Hann gat ekki lagt hann umsvifalaust í rúmið, svo fast hélt hann sér í úrkeðjuna. En vart var hann kominn í rúmið þegar allt virtist í góðu lagi. Hann breiddi sjálfur yfir sig og dró síðan ábreiðuna lengra en vana- lega upp yfir axlir sér. Hann leit ekki óvingjarnlega upp til Georgs. „Nú manstu eftir honum, ekki satt?“ sagði Georg og kinkaði uppörvandi kolli til hans. „Er nú vel breitt yfir mig?“ spurði faðirinn, einsog hann gæti ekki aðgætt hvort fæturnir væru nægilega huldir. „Þú kannt semsagt strax vel við þig í rúminu,“ sagði Georg og þrýsti sængurfötunum þéttar að honum. „Er vel breitt yfir mig?“ spurði faðirinn aftur og virtist leggja mikið upp úr svarinu. „Vertu alveg rólegur, það er vel breitt yfir þig.“ „Nei!“ hrópaði faðirinn þannig að svarið rakst á spurninguna, kastaði af sér ábreiðunni með svo miklu afli að eitt augnablik þand- ist hún út á fluginu, og stóð uppréttur í rúminu. Hann studdi sig einungis lítillega með annarri hendinni við loftið. „Þú vildir breiða yfir mig, það veit ég, anginn minn, en ennþá er ekki búið að breiða yfir mig. Og þótt þetta séu hinstu kraftar mínir, þá eru þeir nægileg- ir fyrir þig, þeir eru þér ofviða. Víst þekki ég vin þinn. Hann væri sonur að mínu skapi. Þessvegna hefur þú líka setið á svikráðum við hann öll þessi ár. Hversvegna annars? Heldurðu að ég hafi ekki grátið vegna hans? Þessvegna læsir þú þig inni á skrifstofunni, eng- inn á að trufla, forstjórinn er upptekinn — einungis til að þú getir skrifað þessi upplognu bréf þín til Rússlands. En til allrar hamingju þarf enginn að kenna föðurnum að sjá í gegnum soninn. Og nú hélstu að þú hefðir hann undir, hafir hann svo rækilega undir að þú getir tyllt afturendanum á hann og að hann hreyfi sig hvergi, svona hefur hann herra sonur minn ákveðið að kvænast!" 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.