Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 70
Tímarit Máls og menningar Georg leit upp á ógnarmynd föður síns. Vinurinn í Pétursborg, sem faðirinn þekkti allt í einu svo vel, náði sterkari tökum á honum en nokkru sinni fyrr. Hann sá hann týndan á víðáttum Rússlands. Hann sá hann við dyrnar á tómri versluninni, sem hafði verið rænd. Enn mótaði fyrir honum þar sem hann stóð innan um rústir af hillum, sundurtættum vörum, brotnum gasljósakrónum. Hvers- vegna þurfti hann að fara svona langt í burtu! „En líttu á mig!“ hrópaði faðirinn, og Georg hljóp að rúminu, næstum annars hugar, til að ná tökum á þessu öllu saman, en nam staðar á miðri leið. „Af því hún lyfti pilsurn," byrjaði faðirinn að flauta, „af því hún lyfti pilsum, þessi viðbjóðslega gæs,“ og til að sýna þetta lyfti hann náttserknum svo hátt upp að á lærinu kom í ljós örið frá stríðsárum hans, „af því hún lyfti pilsunum svon’ og svon’ og svona, þá gafstu þig að henni og til að geta svalað þér hindrunarlaust á henni, svívirt- ir þú minningu móður þinnar, sveikst vininn og tróðst föðurnum í rúmið svo að hann gæti sig hvergi hreyft. En skyldi hann geta hreyft sig eða ekki?“ Og hann stóð algerlega óstuddur og sparkaði út fótunum. Hann geislaði af innsæi. Georg stóð úti í horni, eins fjarri föðurnum og hægt var. Hann hafði nú um hríð verið fastákveðinn að fylgjast mjög nákvæmlega með öllu, þannig að ekki væri hægt að koma honum að óvörum eftir krókaleiðum, að aftan eða ofan. Nú mundi hann aftur eftir þessari löngu gleymdu ákvörðun, og gleymdi henni, eins og þegar maður dregur stuttan þráð gegnum nálarauga. „En vinurinn hefur samt enn ekki verið svikinn!“ hrópaði faðir- inn, og það staðfesti vísifingur hans sem hreyfðist fram og aftur. „Eg var fulltrúi hans hér á staðnum." „Gamanleikari!" gat Georg ekki stillt sig um að hrópa, gerði sér jafnskjótt grein fyrir þessari óhæfu og beit, en of seint, - með star- andi augum - í tunguna, svo að hann kiknaði af sársauka. „Já, vissulega hef ég leikið gamanleik! Gamanleik! Agætt orð! Hvaða huggun önnur var eftir til handa öldruðum ekkli og föður? Segðu mér það - og vertu enn sonur minn lifandi rétt á meðan þú svarar -, hvað annað gat ég gert, í bakherberginu mínu, ofsóttur af sviksömu starfsfólki, gamall inn í merg og bein? Og sonur minn 204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.