Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 75
Af þremur sagnamönnum mánaða rannsókn á geðveikrahæli, að Hamsun hefði „varanlega skertar sálargáfur". I réttarsalinn hafði þetta tæplega níræða gamalmenni tekið með sér handskrifaða punkta til að styðjast við í sinni málsvörn, en áður en að því kom að þeir nýttust honum var hann svo bombarderaður af blaðaljós- myndurum með leifturljós að honum hvarf þessi litla sjón sem hann hafði fyrir. Hann heyrði ekki hvað fram fór í kringum hann. Þegar Hamsun fékk orðið þurfti margsinnis að hnippa í hann og æpa í eyrun á honum að nú mætti hann tala. Hann stóð tinandi upp og sneri sér að viðstöddum, tæp- lega níræður, en dómarinn, saksóknarinn, verjendur, starfsmenn dómsins, blaðamenn, dyraverðir; allt var þetta fólk á besta aldri með sálargáfur sínar óskertar. Hamsun byrjaði að tala, hikandi, ekki síst vegna þess að hann hafði nokkrum sinnum orðið fyrir heilablæðingu og fengið sjúkdóminn „afasi“, sem gerir mönnum erfitt að finna réttu orðin yfir hugsun sína. Hann fálmaði eftir blaðsneplum sínum en fann þá ekki. Ojæja, hann hefði ekki séð þá hvort eð var. Svo hann talaði bara blaðlaust. Hann talaði í fimmtíu mínútur, og eins og glöggur maður orðaði það: „Þeir dauðlegu menn í réttarsalnum sem á orðin hlýddu máttu næstum finna þytinn af ránfugli tímans og gleymskunnar sem flaug yfir höfðum þeirra meðan gamalmennið hélt varnarræðu sína.“ Hamsun skrifaði um annan meistara orðlistarinnar, Robert Louis Stevenson, í Grónum götum: Þegar Stevenson sat við skriftir á suðurhafseyjunni sinni, heyrði hann guðsrödd innra með sér. Hann spurði ekki, fletti ekki upp í bókum. Hann var afburðamaðurinn á hátindi snilldarinnar, hann fékk opinberanir. Hann var sjúkur, en skrifaði sig heilbrigðan í himnesku brjálæði. Hann las um okkur mennina á steinlímsöldinni og dó úr hjartaslagi. Þeir eru af mörgum sortum þessir afburðamenn, og snilldin líka. Stevenson byggði alltaf á stórkostlegum hugmyndum, einsog þegar hann gerði skáld- skap úr geðklofanum og bjó til valmennið Dr. Jekyll sem breyttist öðru hverju í ófreskjuna Mr. Hyde, eða sögur hans tóku stefnuna á eyðieyjar með fjársjóðum, sjóræningjum, draugum og talandi fuglum. Snilld hans fólst kannski ekki síst í ævintýralegum hugmyndum um sögusvið og sögu- efni. Shakespeare valdi yrkisefni úr hirðum konunga, um valdarán og djöf- ulleg samsæri. Dostojevskí skrifaði helst ekki um minna en ættarmorð og sálarslítandi samviskukvalir. En Knut Hamsun? Það gerist ýmislegt, bæði stórt og smátt, en hann er ekkert að ergja sig út af því. Hann skrifar langar bækur þarsem ekkert gerist í rauninni sem væri tilefni til fréttaklausu í landsmála- eða héraðs- fréttablaði, hvað þá annað. Vorið kemur í skóginn og svo haustið, gamall 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.