Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 78
Tímarit Máls og menningar inu í Grímsstað þarsem hann tekur eftir því að það er flaggað í hálfa stöng og hugsar með sér að nú sé einhver dáinn, en þó ekki hann sjálfur. Þannig má lesa verk hans á ýmsan hátt. Þessar þrjár bækur til að mynda sem mannsævi, sem þá er lýst á gleggri og eftirminnilegri hátt en allar þessar þúsundsíðna ævisögur með stagli og sparðatíningi sem við þekkjum svo vel. Einnig kvað mega lesa merkilegan mannskilning og sjálfsskilning útúr þessum fyrstupersónusögum; þannig hafa bókmenntafræðingar bent á að söguhetjan í Sulti sé módernísk þegar allt kemur til alls, þótt hún sé sköpuð á miðjum blómatíma natúralismans; þau orð annars sagnaskálds, Isaac Bashevis Singer, að allur hinn móderníski skóli í skáldsagnagerð tutt- ugustu aldarinnar eigi rætur í verkum Hamsuns, renna stoðum undir þessa kenningu. Nítjánda öldin og sú tuttugasta eru blómatímar skáldsögunnar sem list- forms, og hvoruga öldina er hægt að skoða án þess að rekast á Hamsun meðal helstu risa greinarinnar. Og aldrei hafa verið uppi sagnameistarar honum fremri í að skapa list úr því sem fyrirfram virðist ekki vera sögulegt. Guðbergur Bergsson Guðbergur er óumdeilanlega í sveit settur meðal módernískra höfunda, en verður eigi að síður talinn raunsæislegri en gerist og gengur með sagna- menn fyrr og síðar. Þetta kann að virka mótsagnakennt, en þannig vilja verða flestar kenn- ingar um móderníska skáldsagnagerð hér á landi, enda harla mislitur hópur höfunda sem við hana hefur verið bendlaður. Helst er þar á meðal að finna innbyrðis skyldleika hjá Guðbergi Bergssyni og Steinari Sigurjónssyni, og hann felst kannski framar öðru í söguefninu: báðir dvelja þeir löngum við sjávarþorp nálægt Reykjavík á árunum eftir stríð, báðir kasta viðteknum epískum venjum fyrir róða ef þeim býður svo við að horfa, en halda sig þó yfirleitt í steingráum íslenskum hversdagsleika. Með óvæntri sýn gerðu þeir helgráan heim sjávarþorpsins sögulegan, og fólst í því mikil og nauð- synleg endurnýjun þessa söguefnis. Sjávarþorpið í íslenskum skáldsögum hafði um hríð verið að staðlast og trénast upp í einhverjum skorðum sem voru nýstárlegar á kreppuárunum (tímum Sölku Völku og Heimsljóss), en voru orðnar að bókmenntaklisju, þarsem afsökun höfundanna fyrir að bækur þeirra væru óspennandi og að í þeim gerðist aldrei neitt gat verið sú ein að slíkur væri veruleiki þorpanna. (Afsökun af þessu tagi er einsog módelsniðið dæmi um þá forarpytti sem menn verða að varast ef þeir ætla að beita epísku raunsæi). En þráttfyrir þessa hliðstæðu við Steinar er miklu fleira sem skilur þá að, enda Guðbergur einsog allir miklir höfundar ein- stæður á sína vísu. 212
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.