Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 81
Af þremur sagnamönnum andstæðu raunsæis (eða hefðbundins frásöguforms) þegar vankantar hins síðarnefnda eru taldir vera skortur á raunsæi. Það má minna á sláandi röksemd þeirra sem aðhyllst hafa nýstefnu í skáldsagnagerð einsog einhver trúarbrögð, að okkar samtími tækni og firr- ingar sé svo flókinn að sögur í hefðbundnu formi geti aldrei orðið annað en fölsun á veruleikanum. Sem vekur óhjákvæmilega aðra spurningu: Hver í veröldinni upphófst eiginlega með þá firru að falsanir væru skáldskap eitt- hvað óhollar? It’s just the name of the game, segja þeir í Dallas. Eg hef haldið mig við spurninguna um raunsæið í Tangasögunum til að hengja mig á einhvern snaga í öllu þessu höfundarverki. I hugmyndunum sem ég hef sett fram felst ekkert mat og enginn dómur. Það er svo auðvitað margt annað sem skiftir máli í sambandi við módernisma Guðbergs, t.d. hversu frelsið sem lá í loftinu á þessum tíma, krafan um að víkja sem víðast frá vanabundinni hugsun og tjáningu, hlýtur að hafa verið inspírerandi fyrir mann með hugmyndaflug á borð við hans. En að lokum eitt atriði varðandi það hvað hann hefur lært af stórum útlendum lærimeisturum sínum: Tómas Jónsson metsölubók hlýtur að skoðast í ljósi frá Trílógíu Becketts, Molloy o.s.frv., en bók Guðbergs þolir það einmitt þarsem hún stendur fullkomlega fyrir sínu sem sjálfstætt listaverk þráttfyrir ljómann frá verki Becketts. Ahrif frá Borges má greinilega sjá í fyrstu sögunni í Ástum samlyndra, Ketabon, með allri sinni vísindalegu nákvæmni og tilvitnunum í uppdiktaðar heimildir. Ekki eins augljós í fljótu bragði eru áhrifin frá Joyce í elleftu sögu sömu bókar, en þegar að er gáð má sjá að þar er á ferðinni reykvískur Mini-Ulysses, sem kortleggur nákvæmlega sólarhring í miðbænum, 27.-28. október 1965. Og lýk ég máli mínu með þeirri tillögu að við Reykvíkingar tökum upp Diddudag, samanber Bloomsday þeirra í Dublin, og væri upplagt að hefja þann sið formlega í október 1990, þegar aldarfjórðungur er liðinn frá atburðum þeim er þessi magnaða saga greinir frá. Steinar Sigurjónsson Hvað var það sem réð bilun minni og endanlegu falli fyrir bókum Steinars? Kannski að á táningsárunum þegar maður var að uppgötva dýragarð bók- menntanna var það löngunin eftir að finna sebrahesta, tígrisdýr og kólibrí- fugla sem lokkaði inn í myrkviðina og þá komu stundum svekkingar eftir að plægðir höfðu verið hillumetrar frægra titla án þess að nokkuð gæfi sig fram nema kannski hversdagslegt sauðfé og í besta falli smalahundur sem heitið gæti snati. Svo var ég að rekja slíkar raunir fyrir manni sem svalg í 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.