Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 84
Jódís Jónsdóttir Tvær örsögur MORGUNN „Heyrðirðu þetta?“ spurði lífsförunauturinn. „Hvað?“ sagði ég og fjögur hár klesstust saman undan augnhára- litnum, mynduðu ólögulegan píramída. Klukkan var 8.15 að morgni og stimpiiklukkan beið. „Það var einhver að lesa faðirvorið í útvarpinu og guð svaraði,“ sagði lífsförunauturinn. Eg leit af klesstu augnhárunum á þennan morgunglaða og mál- hressa mann og undraðist enn einu sinni hvað hann gat verið áhyggjulaus eins og strákur, sem hlakkaði til að fara út í fótbolta. Samt beið hans langur og erfiður dagur. Vangarnir á honum voru nýrakaðir, sléttir og sápuþvegnir, ofurlítið gljáandi, engar hrukkur, sem þurfti að fela undir dagkremi og farða. Og svo er okkur sagt að húðin þoli ekki sápu og vatn. „Jæja,“ sagði ég og reyndi skjálfhent að losa augnhárin úr svörtu klessunni. Hvers vegna úthlutaði guð mér annars svona vesældarleg- um augnhárum, þau voru bæði stutt, gisin og ljós. Eins og allir verða að líta vel út nú á dögum . . . Skyldi annars þessi skýrsla, sem forstjórinn skildi eftir á borðinu mínu í gærkvöldi vera mjög löng. Hún var auðvitað morandi í töflum eins og þær voru nú skemmti- legar. Verst hvað hann skrifaði illa, það sást aldrei neinn munur á tölustöfunum sjö og níu. „Heyrðirðu þetta ekki?“ spurði maðurinn aftur glaðhlakkalega. „Guð var kona.“ „Ha,“ sagði ég og stakk augnháralitnum í hulstrið. „Veistu ekki að guð er ekki lengur hvítur karlmaður, heldur svört kona.“ Ég gekk að speglinum í anddyrinu og greiddi mér . . . endilega að muna að fara með skóna hans Jonna í viðgerð. Sækja í hreinsun eftir vinnu, kaupa í kvöldmatinn, kannski fisk í ofninn eða . . . 218
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.