Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 84
Jódís Jónsdóttir
Tvær örsögur
MORGUNN
„Heyrðirðu þetta?“ spurði lífsförunauturinn.
„Hvað?“ sagði ég og fjögur hár klesstust saman undan augnhára-
litnum, mynduðu ólögulegan píramída. Klukkan var 8.15 að morgni
og stimpiiklukkan beið.
„Það var einhver að lesa faðirvorið í útvarpinu og guð svaraði,“
sagði lífsförunauturinn.
Eg leit af klesstu augnhárunum á þennan morgunglaða og mál-
hressa mann og undraðist enn einu sinni hvað hann gat verið
áhyggjulaus eins og strákur, sem hlakkaði til að fara út í fótbolta.
Samt beið hans langur og erfiður dagur. Vangarnir á honum voru
nýrakaðir, sléttir og sápuþvegnir, ofurlítið gljáandi, engar hrukkur,
sem þurfti að fela undir dagkremi og farða. Og svo er okkur sagt að
húðin þoli ekki sápu og vatn.
„Jæja,“ sagði ég og reyndi skjálfhent að losa augnhárin úr svörtu
klessunni. Hvers vegna úthlutaði guð mér annars svona vesældarleg-
um augnhárum, þau voru bæði stutt, gisin og ljós. Eins og allir
verða að líta vel út nú á dögum . . . Skyldi annars þessi skýrsla, sem
forstjórinn skildi eftir á borðinu mínu í gærkvöldi vera mjög löng.
Hún var auðvitað morandi í töflum eins og þær voru nú skemmti-
legar. Verst hvað hann skrifaði illa, það sást aldrei neinn munur á
tölustöfunum sjö og níu.
„Heyrðirðu þetta ekki?“ spurði maðurinn aftur glaðhlakkalega.
„Guð var kona.“
„Ha,“ sagði ég og stakk augnháralitnum í hulstrið. „Veistu ekki
að guð er ekki lengur hvítur karlmaður, heldur svört kona.“
Ég gekk að speglinum í anddyrinu og greiddi mér . . . endilega að
muna að fara með skóna hans Jonna í viðgerð. Sækja í hreinsun eftir
vinnu, kaupa í kvöldmatinn, kannski fisk í ofninn eða . . .
218