Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 87
Ola Larsmo
Sandurinn
Skeibarársandur
Ef komið er úr vesturátt, ríðandi, gangandi eða með rútunni eftir
nýlögðum veginum er sandurinn á hægri hönd, endalaus flatneskja
svo langt sem augað eygir: samruni úr eyðimörk og árósum, allt er
grátt - fábreytnin kemur skýrt í ljós á stöku stað þegar hún er rofin
af himni sem blikar í vatnsfleti. Það rignir oft á sandinum. A vinstri
hönd er fjallgarðurinn, krýndur Vatnajökli, íssléttu sem virðist
óhagganleg, á stærð við Miðsvíþjóð, hvít og heilsteypt að sjá úr
fjarska, þegar nær dregur sprungin eins og lófi erfiðismanns, blá- og
brúnsprengd á stöku stað, umlukin dölum sem krímóttar, seigfljót-
andi ístungur síga niðureftir.
Djúpstæð þögn jökulsins veldur sterkustum áhrifum. En við hita-
breytingar þegar ísbreiðan mjakast ofurhægt fram má stundum
heyra það sem kallað er „söngur“ jökulsins, skerandi hljóð, sem vart
verður greint, hvarflar eitt augnablik um heyranlegt tíðnisvið, en má
skynja lengi eins og óhug, nagandi hroll upp eftir bakinu. Sam-
kvæmt þjóðtrúnni getur þessi söngur orðið til að æra fólk, svo það
gengur orðalaust á jökulinn og frýs þar í hel.
Þetta eru Oræfin, sveit sem var næstum algerlega einangruð þar til
fyrir fáeinum árum, á aðra hlið umlukin hafi og sandi, á hina hrjóstri
og ís. Sumarið nítjánhundruð áttatíu og tvö urðu hér tveir atburðir
sem endurómuðu um land allt. Annars vegar fannst hollenskt skip
frá sautjándu öld, grafið undir sandinum og næstum ógerlegt að ná
því upp. Það hafði siglt svo norðarlega til að sneiða hjá enskum
herskipum og var að sögn drekkhlaðið óslípuðum demöntum.
Hinn atburðurinn var morð, framið af rjátluðum manni. Ódæðið
var unnið úti á sandinum, og tildrög þess skipta ekki máli nema fyrir
þá sem næst standa morðingja og fórnarlambi.
221