Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar
Þetta er hugsað sem lýsing á stöðu.
Mordinginn
Ég er morðinginn. Áður eyða í mannhafinu, endalaust tóm sem nú
hefur fyllst fyrir framvindu tilgangslausra atvika.
Áður ekkert, nú eitthvað.
Spor mín í sandinum eru ummerki um ógn. Mín er nú leitað af
þeim sem áður sáu mig ekki, ég er steinninn á lofti: Þegar ég lendi
skýrist ég, er veginn og metinn og fundinn of þungur. Enn er ég
ógnvekjandi möguleiki, gloppa í neti með alltof jafna möskva.
Ljósin, hundarnir, svartir skuggar sem ber við ský, skuggamyndir
á sandinum, líða hratt hjá: sjónarspil ætlað mér og þeim ófögnuði
sem ég veit á. Þeir eru að leita að mér. Við fund okkar gýs hatri eða
ást, ef til vill hvoru tveggja, mig gildir einu hvoru.
Eg var með herbergi í bænum. Þunnt timburþil úr óhefluðum
fjölum, leifar af veggfóðri og fornu munstri, lykt af svita og órakaðri
einsemd. Umleikið vindi, hvössum vindi, afskiptalausum vindi, ís-
bláu vatni, himingráma, óljósu fólki.
Eg var með úrverkssál. Tannhjól tifuðu í brjósti mér, svo greini-
lega ef ég lagði við hlustir. Vindurinn hvein um veggina og hvein í
stálfjöðrum sem strekkjast, þétt.
Og ég fann styrkleikann í þessum stálböndum, hvernig hann var
fjötraður í þeim, æ þéttar, þéttar hvert að öðru: ískrandi, gáfu frá sér
ósonlykt. Ég vatt upp skrúfurnar þar sem færi gafst. Uti á götum,
milli húsa, í vindinum: óséður, ég einn heyrði tifið þegar allt var
undið í átt að breytingunni.
Svo sá ég Isinn dag einn, hvernig hann hafði numið staðar á klett-
inum, á miðri leið til hafs, á miðri leið að Sameiningunni, hvernig
glitti ósiðlega í landræmu milli íss og hafs.
Þegar sólin leið úr skýjum og glampaði, snöggt eins og sandur í
glasi skein jökullinn hvítari en áður. Hann talaði ís.
Ég fann, í jökuldjúpinu: spennu, afl, hvernig stökkið dulda tifaði.
Kuldinn, óséður, án þess ljós kæmist að honum, sem Bjó svo djúpt
hið innra að hann varð að einhverjum allt annars staðar.
Kalt glerið snerti enni mitt. Ég vissi að ég yrði að uppfylla.
222