Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 90
Tímarit Máls og menningar Sögumaðurinn Ég er sögumaðurinn. Ég á ekki heima hér. í morgun heyrði ég söng jökulsins, eins og sellóstrengur brysti, snöggt, óp sem barst úr því óheyranlega, fór hjá, hvarf inn í það sem við sjáum ekki: inn í mig, á klettinum, umleikinn óvæntu sólskini. Steinninn skalf lengi, landið hafði færst til. Tilfærsla á breidd við hnífsodd, svo tröllaukin að hún varð ekki numin. Fyrir neðan lá sandurinn, þögull að vanda. Fjallshlíðin var græn og svört, himinninn grár: allt svo gjörbreytt á augabragði, eins og stundaglasi væri hvolft við. Sami sandur, sama glas, en straumurinn í gagnstæða átt. Hér verða án afláts gagngerar breytingar: rúta kemur í Skaftafell. Barn dregur bréf varlega af íspinna. I kjarrinu fugl að nálgast þögn dauðans, kuldinn læsist hægt um fjaðurhaminn. Inni í klakanum þokast hundrað metra langir ísflekar þumlung hvor frá öðrum. Ein- hver hefur verið drepinn. Allt berst orðalaust gegnum núllpunkt sinn og kemur út hinumegin, nú með eigin fjarveru másandi á hæl- unum. Nú stend ég á sandinum. Þegar dimmir verður sjóndeildarhring- urinn beittur eins og sverð. I húminu hverfa húsin, gamlir ringlaðir nýgræðingar í jaðrinum milli íss og sands. Á sandinum er enginn nema ég, tjaldurinn, ljósaskipti í tjörnum. Ef ég loka augunum eru sandurinn og vatnið og hljóð þeirra til saman. Ef kvak fuglsins kallaði mig ekki til baka: hvað væri til? Sandur, ís, myrkur og vatn, grá kvöldbirtan á jöklinum. Hér á sandinum er ekkert til, ekkert, nema vindurinn í hári mínu og flókið kerfi þessara grunnu polla, sem safna í sig síðustu gráu skímunni, þúsund ára hreyfing íss að vatni, steins að sandi. Aðrir hafa farið á undan mér út á sandinn. Ég hími við fjöruborðið, strýk fótum fram og aftur í gljúpri bleytunni, eins og vaðfugl sem fikrar sig varlega um í vatnsborðinu, án þess að þora að yfirgefa mitt eiginlega umhverfi: hikandi, með leifar af gamalli ást eins og sótflög- ur á glerrúðu, sem byrgja sýn út í átt að Engu. Hvað er fuglinn að gera hér? Villt óp, óljós hringur hnitaður, óviðeigandi í kyrrðinni. Ef ekki væri fyrir hann væri ekkert milli mín og sjóndeildarhringsins, milli 224
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.