Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Page 93
Sigríður Rögnvaldsdóttir og Jón Karl Helgason Maður eða kona? Lýst eftir aðalpersónum í skáldsögu Jóns Thoroddsen „En með því að ímynda yður falsreglur hafið þér fundið eitthvað . . .“ „Þarna sagðirðu mjög fallegan hlut, Adso, þakka þér fyrir það. Reglan sem hugur okkar ímyndar sér er eins og net, eða eins og stigi, sem maður smíðar sér til að ná einhverju. En á eftir verður maður að kasta stiganum, vegna þess að maður uppgötvar að, enda þótt hann hafi komið að gagni, var hann sjálfur meiningarlaus." Nafn rósarinnar1 Þegar aðalpersóna Nafns rósarinnar, Vilhjálmur af Baskerville, getur nafn- greint og lýst hesti sem hann hefur hvorki séð né heyrt um fyllast allir viðstaddir - lesandinn þar með talinn — lotningu fyrir ályktunarhæfni hans. Aðferð Vilhjálms er þó sáraeinföld. Hún felst í að ráða í þau tákn sem verða á vegi hans, hann líkir heiminum við stóra bók sem bíður þess að verða lesin. Þetta atvik gerist í upphafi sögunnar þegar Vilhjálmur er á leið til dvalar í klaustri því sem verður síðan meginsögusvið bókarinnar. Vil- hjálmur er ekki fyrr kominn inn fyrir klausturveggina en lík fara að hrann- ast upp í kringum hann. Ymis tákn benda til að morðingi sé á sveimi og Vilhjálmur leggur allt kapp á að lesa þessi tákn og greina samhengi þeirra, ríða net til að veiða sökudólginn í. Þessi grein fjallar ekki um Nafn rósarinnar en verkefni okkar er ekki ósvipað verkefni Vilhjálms. Við erum að vísu ekki á höttum eftir morð- ingja, enda engan slíkan að finna í þeirri atburðarás sem við ætlum að rannsaka hér, skáldsögunni Manni og konu eftir Jón Thoroddsen. Við höf- um þess í stað í hyggju að leita uppi aðalpersónur verksins, þxr persónur sem gegna meginhlutverkum í sögunni og hafa mesta þýðingu fyrir fram- vindu hennar.21 þeirri leit þurfum við að beita aðferð Vilhjálms, lesa í tákn verksins, finna verksummerki sem koma upp um þann „seka“. Vettvangsrannsókn Maður og kona var fyrst gefin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags árið 1876 en þá voru átta ár liðin frá dauða höfundarins. Af heimildum má ráða að Jón hafi undir það síðasta ætlað verki sínu þetta nafn en áður hafði 227
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.