Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Síða 94
Tímarit Mdls og menningar hann nefnt söguna Fólkið í Hlíð, Hlíðarhjónin og Bónda og konu? Jóni entist hins vegar ekki aldur til að leggja síðustu hönd á verkið; hann skipti því í tvo hluta og var skammt á veg kominn með þann síðari þegar hann féll frá fimmtugur að aldri. Síðustu æviár sín hafði Jón ritara í þjónustu sinni, Þórð nokkurn Grímsson. Vann hann að því veturinn 1867-68 að hreinrita handrit Jóns að Manni og konu og er verkið aðeins til í hreinriti Þórðar. Tveimur árum eftir andlát Jóns tók Þórður síðan saman efniságrip sögulokanna samkvæmt því sem Jón hafði sagt honum og hefur það fylgt öllum útgáfum verksins til þessa. Að efninu til er Maður og kona ástarsaga byggð á ævafornu bókmennta- mynstri sem rekja má aftur til nýja gamanleiksins en hann átti upphaf sitt í Grikklandi á 4. öld f. Kr. Olíkt gamla gamanleiknum, sem var klúr og hápólitískur, fjallaði nýi gamanleikurinn venjulega um raunir elskenda. Þar var ekki deilt á nafngreindar persónur í þjóðlífinu eins og gert var í eldri skopleikjum heldur á lesti manna í einkalífinu. Atburðarás og persónur stöðnuðu fljótt innan þessarar greinar. Oftast var um að ræða úrillan karlskarf (Xenus) sem átti unga dóttur og stóð í vegi fyrir því að hún giftist sínum heittelskaða. Faðirinn taldi biðilinn óverðugan enda ætlaði hann dóttur sinni annað mannsefni og voru lærði vitleysingurinn og montni hermaðurinn sígildir meðbiðlar. Klóki þrællinn (Servus) var hins vegar heillavinur elskendanna og lagði á ráðin þeim í hag þannig að allt fór vel að lokum. I Manni og konu stendur séra Sigvaldi Árnason á Stað í vegi fyrir að elskendurnir, Þórarinn og Sigrún, fái að njótast. Eftir aðskilnað og þreng- ingar rætist þó úr málum; elskendurnir ná saman en prestur fær makleg málagjöld. Á skjön við hina klassísku hefð er séra Sigvaldi mágur piltsins og hefur hugsað sér að gifta hann hálfpipraðri systur sinni, Guðrúnu. I augum prestsins er Sigrún óverðug Þórarins þar sem hún er munaðarlaus og af lágum stigum, en faðir hennar, Þorsteinn vinnumaður í Hlíð, verður úti í upphafi sögunnar. Eftir það er Sigrún alin upp hjá þeim Hlíðarhjón- um, Sigurði og Þórdísi, en þau eru leiguliðar séra Sigvalda. Eins og vera ber er sagan af raunum þeirra Sigrúnar og Þórarins margþætt og baráttan tví- sýn. Sigvaldi reynir til dæmis að gifta Sigrúnu luralegum bóndasyni þar í sveitinni, Agli Grímssyni, sem er áþekkur meðbiðlum nýja gamanleiksins. Hann er alnafni montins hermanns úr Islendingasögunum, Egils Skalla- Grímssonar á Borg, en þó lítið hraustmenni. Þegar kvonbænir Egils bera ekki árangur kemur Sigvaldi þeim kvitti af stað að Egill hafi gert Sigrúnu barn og hyggst prestur þannig gera Þórarin henni afhuga. Inn í þessa dæmigerðu ástarsögu fléttast önnur saga, frásögnin af við- skiptum prests og Hlíðarhjóna. Um miðbik sögunnar missir Þórdís eigin- 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.