Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Side 102
Tímarit Máls og menningar „raungerist" í huga einhvers lesanda og sú „raungerving" er breytileg frá einum til annars.17 Margvíslegir þættir hafa áhrif á þessa sköpun, til að mynda menntun lesandans og fordómar, ytri aðstæður og tími og það á hvaða forsendum hann nálgast textann. Þannig verður Mabur og kona til dæmis annað verk fyrir okkur, sem þetta skrifum, en Dr. Rosenberg sem ritdæmdi verkið árið 1876. I samræmi við þetta er freistandi að endurskoða niðurstöðurnar hér að framan og fullyrða að í hverju skáldverki gegni lesandinn aðalhlutverki. Hann hefur úrslitaáhrif á framvindu sögunnar; hún er undir því komin að hann haldi áfram lestrinum og merking hennar mótast auk þess af for- sendum hans. Þar sem við höfum gegnt hér hlutverki lesenda Manns og konu er nú eins komið fyrir okkur og Odipusi þegar hann leitaði að morð- ingja föður síns; við finnum okkur sjálf sek um að vera aðalpersónur verks- ins. Maður og kona þess eru höfundar þessarar greinar. Hér að framan var bent á hvernig söguhöfundurinn og presturinn beita sömu brögðum. Þeir láta báðir sem vitneskja þeirra sé minni en hún er í þeim tilgangi að blekkja saklaust fólk, persónur sögunnar jafnt sem lesend- ur hennar. Vissulega erum við seld undir sömu sök í þessari ritsmíð. Hún kemur lesanda fyrir sjónir sem heil og samfelld hugsun þar sem ein niður- staða leiðir til annarrar. Þetta er þó blekking ein. Við ýjum að ákveðnum túlkunum og þykjumst ekki vita betur þá stundina en að þær standist en síðan hrekjum við þær með rökum sem okkur voru kunn allan tímann. Að endingu finnst okkur sjálfsagt að bíta höfuðið af skömminni með því að beita eigin aðferðum á þennan texta sem þú, lesandi góður, ert að ljúka við að lesa. Textinn varð ekki til fyrr en þú hófst lesturinn og í samræmi við fyrri rökfærslur okkar hefurðu fullt umboð til að líta á þig sem aðal- persónu í þessari grein og þar með í Manni og konu. Hins vegar máttu íhuga að sú mynd sem þú gerir þér af verkinu eftir lesturinn er alröng, altént verulega smættuð. Þegar við lásum söguna gerðum við okkur sem lesendur hugmyndir um það hvernig hún væri í raun og veru. Þær hug- myndir einskorðuðust við afmarkað sjónarhorn en út frá þeim gerðum við okkur sem túlkendur ákveðnar hugmyndir um það hvernig við skyldum fjalla um söguna. Þeim hugmyndum reynum við sem höfundar að koma til skila í þessum texta. Á hverju þessara þriggja stiga hefur sagan skroppið saman, ef svo má að orði komast, minnkað, einfaldast og fjarlægst upphaf- lega gerð sína. Þegar þú lest þennan texta okkar heldur þessi upplausn áfram þannig að þótt þú leikir aðalhlutverk þessa stundina er það sannast sagna lítið hlutverk í loginni sögu. Nú kann þér aftur á móti að vera nóg boðið og við eigum þann kost vænstan að fara að dæmi séra Sigvalda; segja Amen eftir efninu. 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.