Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 108
Umsagnir um bækur TVÖ FERÐALÖG Svava Jakobsdóttir: Gunnlaðar saga. Forlagið. Reykjavík 1987. 196 bls. Gunnlaðar saga fjallar um tvö ferðalög: ferðalag reykvískrar konu úr borgara- stétt til Kaupmannahafnar, til að sækja dóttur sem hefur verið fangelsuð og ákærð fyrir glasp, og um ferðalag þess- arar dóttur, og raunar móðurinnar einnig gegnum frásögn dótturinnar, aft- ur í gráa forneskju á vit forsögulegra trúarbragða. Tengiliður þessara tveggja sviða er gullið ker, sem forðum geymdi mjöðinn góða, þann sem Óðinn er sagður hafa ginnt frá Gunnlöðu, skáld- skaparmjöðinn. Kerið verður þeim mæðgum í senn tákn og veruleiki og grípur á svo róttækan hátt inn í líf þeirra, að kalla má að bæði þær og fólk- ið í kringum þær - og þá ekki síst hinn háttvirti lesandi - séu skilin eftir í upp- námi í sögulok. Það er móðirin sem segir manni sín- um söguna í huganum á heimleið í flug- vél og í óvæntum gististað eftir heim- komuna. Það er raunar athyglisvert að eiginmaðurinn virðist vera henni mjög nálægur og nákominn, hreint ekki gerð- ur ábyrgur fyrir því sem miður hefur farið, en þó fullkomlega fjarlægur, eins og utan við líf hennar og því óviðkom- andi. Aðalheimild Svövu fyrir þeirri goða- fræði sem hún byggir inn í verk sitt er Völuspá, studd af öðrum eddukvæðum og Snorra-Eddu. En hún fer langt aftur fyrir þann tíma sem heimildir okkar um ásatrú á Norðurlöndum greina frá, les eddurnar sem eins konar uppskafninga, skinn sem forn texti hefur verið skafinn af og annar skrifaður ofan á, sá sem við þekkjum. Svava beitir skáldgáfu sinni - og greinilega einnig mikilli þekkingu á trúarbragðafræði, bæði norrænni og annarri - til að semja texta sem gæti verið hinn upphaflegi. Þetta gerir hún af mikilli íþrótt, og fyrir hvern sem sæmi- lega kann eddu sína er mikil unun að rekja sporin, sjá hve vel henni hafa nýst hin fornu fræði og hve haglega hún fell- ir að þeim nýsmíðina svo að varla sést móta fyrir samskeytum. I sögu hennar er gert ráð fyrir því, í stuttu máli sagt, að á undan Ásatrú hafi farið frjósemis- trú þar sem gyðja var æðstur guðdóm- ur. Næst guðdómnum er hofgyðja, mennsk stúlka sem talið er að gyðjan taki sér bólstað í við helgiathafnir, og hlutverk hennar er bæði að halda við aski lífsins og vígja nýjan konung, veita til hans helgu lífsmagni gyðjunnar. Mikilvægar persónur í þessu trúarsam- félagi eru einnig blótgoði og einhvers konar völva eða dís, Urður, sem sam- svarar bæði örlaganorn og völvunni sem mælti fram Völuspá. Saga Svövu gerist á þeim tímamótum þegar þessi trúar- brögð falla fyrir nýjum: Óðinn, sem er 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.