Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Blaðsíða 110
Tímarit Mdls og menningar Henni er snilldarvel lýst og sá stakkur, sem samfélagið hefur sniðið henni, situr þétt og áhrifa hans gætir lengi. En - hún er líka manneskja, móðir, kona. Ein er sú stærð í útreiknanlegri til- veru þessarar reykvísku frúar, sem hún hefur aldrei getað skilið eða reiknað út, og óttast þess vegna: það eru ungling- arnir. Þeir virðast bæði fjandsamlegir sem hópur og óútreiknanlegir sem ein- staklingar. Það síðara á við dótturina Dís og vin hennar Óla, eiturlyfjaneyt- anda sem Dís hefur elt til Kaupmanna- hafnar, fremur af vorkunnsemi en ást, að því er virðist. Þetta óöryggi gagnvart unglingunum, einnig dótturinni sem hún elskar, er Akkillesarhæll þessarar nútímakonu. Fangelsun dótturinnar og sagan sem hún síðan tekur að segja móðurinni setur hana öldungis úr jafn- vægi. (Þótt langsótt megi virðast leitar á mann hliðstæða úr Hrafnkelssögu: full- trúi rósemdar og skynsemi, Þorgeir Þjóstarsson, missir jafnvægið og tekur ákvörðun á tilfinningagrundvelli eftir að hann hefur verið klipinn óþyrmilega í bólgna tá!) Móðirin hættir nú að hegða sér skynsamlega, eins og hún hefur allt- af gert til þessa. Hún flytur inn á subbulega krá í nágrenni við fangelsið sem einkagestur fátækrar veitingakonu og felur sig í raun og veru forsjá hennar og undarlegrar (karl)mannveru, sem nefnist Fiskurinn, enda minna bæði augu og hreyfingar á fisk. Ferill móðurinnar í Kaupmannahöfn er í rauninni sá að hún vindur ofan af sér þann vef sem samfélag Óðins hefur ofið hana inn í. Þetta gerist ekki með- vitað eða skipulega, heldur í einhvers konar rykkjum. Smátt og smátt öðlast hún hugrekki til að horfast í augu við annan veruleika en þann sem hún hefur lifað í gerviheimi sínum á hefðartindi samfélagsins, en til þess að öðlast skiln- ing og þroska verður hún að heimsækja dýpstu mannlega eymd (í Kristjaníu) og kasta af sér þeim ham sem hún hefur áður klæðst. Hjá Önnu veitingakonu finnur hún fordómalausa samúð og skilyrðislaust umburðarlyndi, sem er fullkomin andstæða fyrri fordóma hennar, smárra og stórra, en þeir eru haglega ofnir inn í frásögnina. Anna er bersýnilega hliðstæða Urðar í goðsög- unni („Viska Önnu var sem óþrjótandi brunnur,“ 179), og þó er hreint ekkert yfirnáttúrlegt við hana; hún hefur ekki aðra framsýni eða spádómsgáfu en þá sem felst í lífsreynslu þess sem þorir að horfast í augu við veruleikann. Fiskur- inn er hins vegar nokkuð dularfull pers- óna, en líklega er hann bara karl með svipaða lífsreynslu og viðhorf og Anna, kannski hommi en þarf ekki að vera það. Hann er þögull leiðsögumaður móðurinnar um Kaupmannahöfn, reyndur og forsjáll en metnaðarlaus, stefnir ekki að neinu, er utan við samfé- lag Óðins. Samstaða hans með konun- um gæti minnt á hinn unga Loka (Loki gat átt það til að breyta sér í fisk á flótta, sem kunnugt er, og hann gat breytt um kyn), en Óli vinur Dísar er einnig hliðstæða Loka. Staða Fisksins og hans nóta í tilverunni kemur kannski skýrast fram í hugleiðingum móðurinn- ar, sem vakna eftir að hún hefur verið að lesa sér til um hina opinberu frásögn af Gunnlöðu (þá sem Óðinn falsaði, en það skilur hún ekki enn): Það er erfitt að tala úr landi sekt- ar, næstum ógjörningur. Því að það liggur svo djúpt. Þriðja land- ið getur orðið svo þungt að það haldist ekki á floti. Löngu fyrir mitt minni sökk það í djúpið eins 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.