Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 117
fyrir textum og kannske líka athuga- semdir eða skýringar, og svo getur verið nauðsynlegt að birta drög, minnisgrein- ar, bréf o.þ.h. (eins og þau bréf sem birt eru í útgáfu Þorsteins og Gunnars á „Einlyndi og marglyndi") og jafnvel texta eftir aðra menn sem heimildir (eða ,,bakgrunn“). I slíkri fræðilegri útgáfu hefði það vitanlega mjög komið til greina að birta a.m.k. helstu verkin í tímaröð og sleppa allri „flokkaskiptingu“. Rökin fyrir því eru ekki aðeins þau, að það skipti máli á hvaða tíma og í hvaða röð þau eru sam- in, heldur kemur annað til sögunnar líka: eftir því sem þessari heildarútgáfu miðar áfram fer það nefnilega að koma æ skýrar í ljós, að í ferli Sigurðar Nor- dals voru tvö sköpunartímabil, þegar hugsun hans leitaði sér farvegar svo til samtímis á ýmsum ólíkum sviðum: í „fagurbókmenntum", heimspekigrein- um og -fyrirlestrum og í fræðistörfum af ýmsu tagi, - eins og hugsunin krefð- ist þcss að slegið væri á marga strengi í einu. Fyrra tímabilið var í kringum heimkomu hans frá námi 1918, og urðu þá til „Fornar ástir“, „Einlyndi og marglyndi", ritdeilan við Einar H. Kvaran, ýmsar merkar greinar, ritið um Snorra Sturluson og skýringarnar við Völuspá. Síðara tímabilið var um og upp úr 1940 og sáu þá dagsins ljós leik- ritið „Uppstigning“, „Líf og dauði“ og „Islenzk menning". A hvoru tímabilinu um sig eru ýmisleg tengsl milli verka, sem eru rituð um svipað leyti þó svo þau teljist til ólíkra „bókmenntagreina". Nauðsynlegt er að skoða þau í því sam- hengi, og væri það hlutverk fræðilegrar heildarútgáfu að auðvelda mönnum það. En þótt þessi útgáfa hefði þurft að Umsagnir um bxkur vera fræðilegri, má það samt ekki verða til þess að menn missi sjónar á aðalatr- iðinu: að nú fá menn að kynnast verk- um Sigurðar Nordals í heild og hjá því verða aðfinnslur um einstök atriði við tilhögun útgáfunnar lítilvægar. Þau þrjú bindi sem bera sérheitið „List og lífs- skoðun“ hafa þann kost, að verk þeirra tveggja „bókmenntagreina" sem þar birtast, „fagurbókmenntirnar" og heim- spekiritin, eru hvor um sig í réttri tíma- röð, og má þá rekja ýmsa þræði sem annars hefði verið erfiðara að koma auga á: t.d. þá þræði sem liggja frá ýms- um fyrirlestrunum í „Einlyndi og marg- lyndi“ til fyrirlestranna um „Líf og dauða“. Fyrir bragðið kemur enn skýr- ar fram hvað ýmsir hlutar hinna fyrr- nefndu eru sérstæðir, og á það einkum við um „mannlýsingar“ eða „viðhorfa- lýsingar" þeirra. Nú eru menn stöðugt að sjá það betur og betur, hvað árin í kringum heimsstyrjöldina fyrri og upp úr henni, sem fyrra „sköpunartímabil" Nordals var hluti af, eru mikið „lykil- tímabil" íslenskra bókmennta. Þessi þrjú bindi „Listar og lífsskoðunar" ættu að sýna mönnum, að verk Sigurðar eru einn af mikilvægustu hlutum þess, og varpa einmitt „viðhorfalýsingarnar" í „Einlyndi og marglyndi" svo og ritdeil- an við Einar H. Kvaran (þættir beggja aðila) ákaflega skýru ljósi á tíðarand- ann. Um sögurnar í „Fornum ástum“ og „Uppstigningu" er ekki þörf að ræða: það er undarlegt, að „Uppstign- ing“ skuli ekki hafa sést oftar á sviði en raun ber vitni. Það ætti að vera búið að vinna sér sess sem einmitt eitt af sígild- um verkum íslenskra leikhúsbók- mennta. Við þetta er ekki öðru að bæta en þvl, að í „List og lífsskoðun“ eru fáeinar 251
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.