Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1988, Qupperneq 119
veiðar urðu sjálfstæður atvinnuvegur á Vesturlöndum og hvernig Island kom við þá sögu fram að iðnvæðingu hval- veiða á nítjándu öld“, en stærsti hluti bókarinnar greini frá þeim tíma „þegar starfræktar voru vélvæddar stöðvar víðs vegar um landið“ (bls. 7). Þetta stendur Trausti við, og kaflar hans um hvalveið- ar útlendinga hér við land eru fádæma góðir, að ætla má einkum vegna þeirra elju sem hann hefur sýnt við öflun þekkingar af útlendum ritum. í upphafi er farið ítarlega í hvalveiðar baska, fyrst á heimaslóðum þeirra í Biskajaflóa frá og með 12. og 13. öld, síðan á fjarlægari miðum, þar á meðal norðuraf íslandi á 16. öld. Um það leyti vaknaði áhugi englendinga og hollendinga á hvalveið- um, á 17. öld hófust umfangsmiklar veiðar við Svalbarða og á 18. öld var far- ið að gera út hvalveiðiskip frá Banda- ríkjunum. Ollu þessu lýsir Trausti skil- merkilega, og hann skrifar sérlega vand- aðan kafla um hvalveiðar baska hér við land, en þeir skiptu mikið við innfædda, einkum vestfirðinga, samanber orða- söfnin þrjú sem Helgi Guðmundsson málfræðingur hefur kannað og frásögn Jóns lærða af spánverjavígunum 1615. Þá rekur Trausti framfarir sem urðu á hvalveiðum á 19. öld, fyrst fyrir tilstilli bandaríkjamanna, sem hugsuðu út nýja veiðiaðferð um 1860 og gerðu fyrstir út héðan, nánar tiltekið frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1863. Lítið varð úr, en norðmenn tóku upp þráðinn og Svend Foyn, sem fyrstum kom til hugar að nýta gufuaflið og sprengjuskutulinn, reisti hvalveiðistöð á Norðfirði árið 1883. Hann tók stöðina þó fljótlega nið- ur og fluttist aftur til Noregs, en aðrir tóku við og höfðu annað hvort stundað síldveiðar hér við land áður eða hval- veiðar frá Noregi. Næsta áratug spruttu Umsagnir um bœkur upp verksmiðjur á Vestfjörðum og Austfjörðum, að samanlögðu einar tólf stöðvar. Hagnaður var mikill, oftast um 10 til 30 af hundraði, og hefur Trausti lagt það á sig að reikna hann eftir því sem heimildir leyfa, en heildarverðmæti aflans árin 1883-1915 telur hann að hafi numið tvöföldum tekjum hins íslenska landssjóðs á sama tíma. Einnig bendir hann á að landssjóður hafi grætt heil ósköp á útflutningsgjöldum og tekju- skatti og hann fer í saumana á tekjum sveitarstjórna og landeigenda, sem af- söluðu sér svonefndum landshlut gegn árlegri leigu. Umfjöllun Trausta um verksmiðjurn- ar sjálfar er fyrirtak. Þar ræðir hann til að mynda rækilega um verkaskiptingu, vinnuaðstöðu og daglegan rekstur, sem ávallt var í umsjón norðmanna. íslend- ingar voru aðallega í verkamannastörf- um og konur voru fáar, þó nefnir Trausti dæmi um konur sem unnu við hreinsun hvalskíða í hvalveiðistöðinni á Asknesi í Mjóafirði. Forvitnilegur kafli er um áhrif norðmanna hér á landi á byggingarstíl, en eigendur stöðvanna fluttu gjarnan inn stórhýsi úr timbri, einnig á skemmtanalíf, því íslendingar lærðu að spila á harmoniku af norð- mönnum, að ógleymdum Hjálpræðis- hernum. Einnig má nefna hugsanleg áhrif á upphaf verkalýðsbaráttu, en sænskir og norskir verkamenn sem unnu við stöðvarnar á sumrin voru margir róttækir og létu í sér heyra. Enn mikilvægari var þó ef til vill sú tækni- kunnátta sem norðmenn, einkum hval- veiðimenn ef marka má orð Trausta, færðu til landsins, enda var þarna á ferð atvinnurekstur í stærri stíl en þekktist á íslandi. Og þrír íslendingar lærðu vél- smíðar í hvalveiðistöðinni á Sólbakka og þrír fyrstu togaravélstjórar á íslandi 253
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.