Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 32
Með morðunum í austurhluta Lundúna 1888 varð til ný gerð borgarbúa—sýkópat- inn sem dvelur við útjaðar samfélagsins en er þó hluti þess. Þessi manngerð er frá- brugðin kvölurum fyrri tíma að því leyti að hún er ævinlega dulbúin og tvöföld í roðinu. Sýkópatinn getur tekið virkan þátt í lífi annarra og verið hluti af hversdagslegri götumynd. Hann sækir vinnu eins og aðrir, blandar geði við náungann og er notalegur í viðræðu. Stundum er hann kærleiksríkur fjölskyldufaðir og barnavinur, virðulegur samfélagsborgari. En ekki er allt sem sýn- ist. Við ákveðnar aðstæður fellur gríman og maðurinn umhverfíst; ástríðufullur vilji tekur öll völd og brýst fram í blindu heiftar- æði. Borgari dagsins hverfur inn í skugga- legt húsasund og kemur þaðan sem tilfinningalaust eyðileggingarafl — fram- haldið er ofbeldi. Jack the Ripper var afsprengi Viktoríu- tímans; saga hans speglaðist í tíðarandan- um — kynferðislegri óreiðu, skinhelgi og öfgum. Fórnarlömb hans voru einnig ósýni- leg í augum samfélagsins; hórur næturinnar voru tákn um siðferðilega úrkynjun sem ekki mátti tala né skrifa um. Afstaða fólks til morða Jacks var af þeim sökum tvíbent: hann tengdi saman óljósar hugmyndir um brjálsemi, illa nálægð og réttvísi. í vitund manna var hann í senn böðull og skepna, djöfull og sjúkur ntaður. Hann framfylgdi „æðra réttlæti“ eins og böðullinn forðum með því að skera kynferðisleg æxli af sam- félaginu — en var um leið ósýnileg ógnun sem stefndi lífi allra í voða. I lögregluskýrslum segir að Jack hafi skorið seinasta fómarlamb sitt, Mary Kelly, á háls. Að því búnu hóf hann að limlesta líkamann sem var „stuninn, ristur, húð- flettur, slægður og rifinn sundur; nef hennar og brjóst voru skorin af, innyfli hennar toguð út“.' Þessi verknaður ofbýður flest- um þótt ekki sé langt um liðið frá því að svipaðar limlestingar fóm fram á opinber- um aftökustöðum um gjörvalla Evrópu. Það er eins og Jack hafi með athöfn sinni túlkað samfélagslega minningu jafnframt því sem hann minnti fólk á nálægð dauðans er áður hafði verið yfirþyrmandi sökum sjúkdóma, ofbeldis og hungurs. Hann minnti fólk þó öðm fremur á efnisleika holdsins, að það er kjöt án forms þegar allt kemur til alls. Hold sem svipt hefur verið merkingu og sögu vekur ávallt óhug því að líkaminn er bústaður okkar, vald og sann- leikur. Það sem sundrar táknum hans og formum vekur viðbjóð, andstyggð, annar- leika. Morðin í Lundúnum 1888 minntu fólk óþægilega á að líkaminn er safn líffæra en ekki merkinga — að maðurinn er dýr meðal dýra; að líkaminn er hlutur meðal hluta. Það er sennilega ein af ástæðum þess hryllings sem hryðjuverkin ollu, hryllings sem lifað hefur fram til okkar tíma. Villimennsku morðingjans var líka við bmgðið eins og fyrr getur. Undir lokin tók það lögregluna sex klukkustundir að skafa saman haus- kúpu fómarlambsins. Maður spyr sig hvað hafí gerst. Hvað flaug um huga morðingjans meðan á lim- lestingunni stóð — eða hugsaði hann ekk- ert? Hvaða orka losnaði úr læðingi? Því hefur stundum verið haldið fram að Jack hafi stjómast af ofboðslegu kvenhatri en kannski liggur beinna við að túlka aðfarir hans á annan hátt. Áður fyrr lásu menn spádóma og forlög úr iðmm dýra og fugla. Kannski Jack hafi verið á snöpum eftir merkingu eins og þeir — kannski hann hafi leitað einhvers sem bjó handan við hans 22 TMM 1991:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.