Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 52
Jóhamar
Ljósir punktar
allt endanlegt svo óbreytanlegt og falskt
allt ógnar hugsun manns
Ha ha ha, rúst nýju borgarinnar; tölfræði óútreiknanlegra múrsteina sem skríða eins og
rauðar ranapöddur yfir græna húð himinsins sem liggur særður undir uppfylltum búðar-
glugga, uppfylltum með mynd af vatnsdropa að renna niður appelsínu. Gotneskt biðskýli
í brekkunni fyrir neðan gapir mót staðgengli himinsins sem fuglamir bera uppi á
silkiþráðum. Hjarta borgarinnar pumpar gulum, rauðum og grænum bflum út í blóðrás
sætabrauðsins. Hafið, alltaf jafn óþolandi, glefsar í steinsteyptan veginn og hrækir
spýtnarusli upp á hann. í vegarkantinum vex gras án eftirlits, jafnvel þó þetta sé reyklaust
svæði. Ein og ein hræða birtist eins og til að storka yndislega tilgangslausri dagsbirtu
bræðralagsins. A fyrrverandi homi mikilvægs tíma drúpir umferðarskilti höfði í sí-
nýnýjum nýsúrrealisma hafgolunnar. Skotnu umferðarskiltin innar í sjoppulausu hverfinu
horfa eineygð og þríeygð út í bláinn, ónæm fyrir sársauka og nytsemishyggju vega-
vinnuvélanna sem hreyfast silalega yfir sviðna jörð. Ekki skal fullyrt hvort nokkur búi á
bakvið svört gler vélanna. Allt er eins og það á að vera. Holrúmið á milli gluggalausra
íbúðarhúsanna er bleikt og pressar svokallaða íbúa hverfisins niður í duftið eins og á höfði
hvers og eins þeirra væri tíukílóa lóð. Svalahandriðin engjast og em búin til úr hraust-
legum ánamöðkum. Á einum degi rokkar hitinn frá 23 stiga hita og allt ofan í 27 stiga
frost en það þykir eðlilegt á þessum árstíma. Hitabreytingarnar valda hjá mörgum
sinfóníustíflu, sem er banvæn. Fólkið er auðvitað allt endumýjað. Enginn er ómissandi.
Af því að hitinn í íbúðunum er fyrir neðan frostmark og úti steikjandi hiti, eða öfugt,
heldur fólkið til í lyftum, á göngum, stigapöllum, geymslum og neðanjarðarbílastæðum
og les vísindaskáldsögur um það þegar jarðarbúar trúðu á heiðarleikann. Um það þegar
viljinn var bankahólf sem innihélt ólöglegar þrár, þegar menn töluðu í hálfum setningum
42
TMM 1991:1