Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 62
Einar Ólafsson Draumar Þetta var á árum Kínverska garðsins í Reykjavík. Kínverski garðurinn var bakgarður á homi Skólavörðustígs og Frakkastígs. í húsinu framan við hann, sem sneri að Skóla- vörðustígnum, var hið ágæta veitingahús Hábær, þar sem hleypt var inn þeim mönnum sem ekki þóttu sómasamlegir á fínni börum, drykkjumönnum sem vom búnir að drekka af sér hvítflibbann, smáglæpamönnum, hommum sem tókst illa að leika hlutverk hins kvensama karlmanns, smáskáldum sem áttu erfitt uppdráttar, blönkum stúdentum og sjómönnum í landlegum sem gekk illa að laga sig að stöðum þar sem krafist var samkvæmisklæðnaðar eftir slorið á dekkinu og þrengslin í káetunni. Fólkið sem drakk asna um helgar áleit þennan veitingastað Sódómu sem ekki væri þeim samboðin, þar væri sukksamt og óeirðasamt, en satt að segja var þetta ákaflega friðsamur bar, skuggsýnn og hljóðlátur, og þá sjaldan sjómenn nýkomnir í land gerðust hávaðasamir kom gamli dyravörðurinn og hastaði á þá og sagði „Hvurslags er þetta“ og sló þá á puttana eins og hávaðasama skóladrengi og þá féll allt í ljúfa löð, enda bjó ekki annað að baki en svolítill sálarherpingur eftir púl og þrengsli í erfiðri sjóferð. En smáskáldin og hvítflibbalausu drykkjumennirnir hleyptu sínum sálarherpingi aðeins út í angurværð. Steinveggur skildi bakgarðinn frá Frakkastígnum, en reft var yfir hann og þekjan úr hálfglæru bámplasti. Þannig hafði verið búið til hálfgildings gróðurhús sem bauð upp á notalegan suðrænan garð. En þar sem talsvert umstang fylgir því að annast lifandi blóm og vafningsjurtir var garðurinn fylltur af sígrænum plastjurtum. Til hliðanna voru gerðir básar fyrir borð en í miðjunni var útbúin lítil tjöm og rann vatn í sífellu gegnum hana og féll ofan í hana í litlum fossi. Þarna lék því stöðugt í eyrum ljúfur lækjamiður. í tjömina köstuðu gestimir smáaumm og samkvæmt litlu skilti sem þama var skyldu þeir renna til byggingar Hallgrímskirkju, sem gnæfði yfir staðnum klædd stillönsum sem borgarbúar vom famir að halda að tilheyrðu arkitektúmum. En á borðin var borið hvítvín, rauðvín eða rósavín svo lengi sem gestimir áttu aura eða þekktu einhvem á næsta borði sem mátti 52 TMM 1991:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.