Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 63
slá. En það var aðeins yfir sumarið sem veitingar voru bomar fram í garðinum enda varla notalegt að sitja þar meðan vetrarvindamir gnauðuðu á hálfgagnsæju báruplastinu. Upphaf þessarar sögu er snemma sumars þegar nýbúið er að opna garðinn eftir vetrarlokunina. Ég var nýkominn í sumarfrí frá háskólanum, hafði slampast gegnum próf og var nú að slæpast og dró það dag frá degi að fá mér sumarvinnu þótt galtómir vasar krefðust einhverra aðgerða í þá átt. Þess í stað svaf ég fram að hádegi, eyddi deginum í eitt og annað, oftast ráp milli kaffihúsa, en stundum settist ég við skrifborðið og horfði á hvíta pappírsörk. Þannig réttlætti ég hangsið með því að ég væri að yrkja, en sjaldnast kom nokkuð á pappírinn annað en taugaveiklunarlegt krot. Svo leit ég gjarnan inn á Kínverska garðinn um klukkan sex þegar farið var að bera rósavín á borð. Venjulega hitti ég einhvem sem bauð mér í glas. Oftast vom það þeir bræður og vinir mínir, Bjami og Páll Haraldssynir. Þeir vom nýkomnir austan af fjörðum af vertíð, vel fjáðir, kátir og stæltir. Og með drauma. Þeir vom eins og hressandi krydd í vorið og þegar rósavínið bættist við var allt fullkomnað við lækjarkliðinn í kínverska plastblómagarðinum á Skólavörðuholti. Og stundum var boðið upp á tónlist, lifandi tónlist eins og sagt er. Gamall harmónikkuleikari kom stundum og þandi nikkuna eða sjómaður einn sem naut vinsælda fyrir dægurlög sem hann hafði sungið inn á hljómplötur við undirleik fremstu manna í dægurlagaheiminum, hann kom þama stundum og spilaði á rafmagnsorgel. Ég man að hann kom einhverju sinni að borðinu okkar og studdist fram á það og mér varð starsýnt á hendur hans og undraðist hvemig hægt væri að spila á orgel með svona stómm höndum og maðurinn svona dmkkinn. Og stundum kom kunningi minn, Alli Bjöms, sem var kallaður trúbadúr af því að alls staðar var hann mættur með gítarinn þar sem menn skemmtu sér, hann kom annað veifið í Kínverska garðinn og söng Bellman fyrir lítils háttar þóknun, og þá komst vorkvöldið í algleyming. En þeir áttu sér sem sagt draum, bræðumir Bjami og Palli. Það er að segja, Bjami átti sér draum og Palli fékk smám saman hlutdeild í honum. Sumarið áður en þetta var hafði Bjami farið með nokkxum kunningjum sínum norður á Strandir. Þar vom þeir nokkrar vikur í eyðifirði þar sem ekkert var kvikt nema fuglar og refir og fiskurinn í sjónum, þar umvöfðu sóleyjar og blágresi gamlar bæjarrústir og allan tímann var einmunablíða. Þeir höfðu litla trillu og rem til fiskjar og lifðu góðu lífí fjarri þeim borgar- og vertíðarskarkala sem þeir voru vanastir. Allan veturinn, alla vertíðina, var þetta draumur Bjarna. Að kaupa sér trillu og fara norður á Strandir í einhverja eyðibyggð þar sem enn stæði uppi heillegt hús, gera það upp og lifa af sjónum, rækta kartöflur og grænmeti og verka harðfisk og selja í næsta kaupstað fyrir þeim brýnustu þörfum sem ekki fengjust af landi eða sjó. Ekkert púl á dekki eða í TMM 1991:1 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.