Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 69
Árni Blandon Endalok Van Goghs Endalok hollenska málarans Vincents Van Goghs voru þau aö hann framdi sjálfsvíg áriö 1890, 37 ára aö aldri. í þessari grein er rakin saga hans aö nokkru síðustu árin sem hann lifði og leitast viö aö varpa Ijósi á hvaö olli þunglyndi því sem leiddi til þess aö hann stytti sér aldur. Absint og þunglyndi Vincent Van Gogh flutti frá Hollandi til Theo bróður síns í París árið 1886. Theo starfaði sem listaverkasali þar og með tekj- um sínum tókst honum að halda Vincent uppi fjárhagslega síðustu tíu árin sem þeir lifðu, árin sem það tók Vincent að ná valdi á list sinni. í Hollandi hafði Vincent gengið í gegnum erfiðar þrengingar í einkalífinu; ástin flúði hann, honum samdi ekki við foreldra sína, flestir samferðamenn hans álitu hann bilaðan sérvitring sem nennti ekki að vinna fyrir sér og litu svo á að hann væri gjörsamlega hæfileikalaus sem málari enda þótti fólki myndir hans ljótar. Margar mynda hans, til dæmis „Kartöfluætumar", voru líka „ljótar“, grófar og groddalegar; en þær áttu að vera það. Hann lifði í mikilli andlegri einangrun og tókst ekki að sann- færa fólk um að hann ætti eitthvert erindi í heiminum sem listamaður. Aður en hann flutti til Parísar hafði hann barist harðri baráttu í sex ár við að ná valdi á hinni erfiðu tækni málaralistarinnar án þess að njóta nokkurrar tilsagnar að ráði; hann hafði svo sjálfstæðar skoðanir og erfíða lund að hon- um hentaði ekki að læra á agaðan og skipu- legan hátt undir handleiðslu annarra. Meðan Vincent var í Hollandi var hann undir sterkum áhrifum frá myndlistarstefnu er nefndist Haag-skólinn og málaði í dökk- um og drungalegum jarðlitum. Theo reyndi í bréfum sínum til Vincents að koma honum í skilning um að enginn málari í París, há- borg samtímamyndlistar, notaði slíka liti; impressionistamir notuðu bjarta liti. Vin- cent tók ekki mark á orðum bróður síns fyrr en hann hafði öðlast nægilegt sjálfstraust sem listamaður og var kominn til Parísar og kynntist kenningum síð-impressionista. Þá hafði hann tækifæri til að bera listaverk sín saman við verk færustu samtímamálara heims sem flestir héldu til þar: Monet, Céz- anne, Pissarro, Seurat, Gauguin, Toulouse- Lautrec, Sisley, Signac og fleiri. TMM 1991:1 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.