Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Qupperneq 69
Árni Blandon
Endalok Van Goghs
Endalok hollenska málarans Vincents Van Goghs voru þau aö hann
framdi sjálfsvíg áriö 1890, 37 ára aö aldri. í þessari grein er rakin saga
hans aö nokkru síðustu árin sem hann lifði og leitast viö aö varpa Ijósi á
hvaö olli þunglyndi því sem leiddi til þess aö hann stytti sér aldur.
Absint og þunglyndi
Vincent Van Gogh flutti frá Hollandi til
Theo bróður síns í París árið 1886. Theo
starfaði sem listaverkasali þar og með tekj-
um sínum tókst honum að halda Vincent
uppi fjárhagslega síðustu tíu árin sem þeir
lifðu, árin sem það tók Vincent að ná valdi
á list sinni. í Hollandi hafði Vincent gengið
í gegnum erfiðar þrengingar í einkalífinu;
ástin flúði hann, honum samdi ekki við
foreldra sína, flestir samferðamenn hans
álitu hann bilaðan sérvitring sem nennti
ekki að vinna fyrir sér og litu svo á að hann
væri gjörsamlega hæfileikalaus sem málari
enda þótti fólki myndir hans ljótar. Margar
mynda hans, til dæmis „Kartöfluætumar",
voru líka „ljótar“, grófar og groddalegar; en
þær áttu að vera það. Hann lifði í mikilli
andlegri einangrun og tókst ekki að sann-
færa fólk um að hann ætti eitthvert erindi í
heiminum sem listamaður. Aður en hann
flutti til Parísar hafði hann barist harðri
baráttu í sex ár við að ná valdi á hinni erfiðu
tækni málaralistarinnar án þess að njóta
nokkurrar tilsagnar að ráði; hann hafði svo
sjálfstæðar skoðanir og erfíða lund að hon-
um hentaði ekki að læra á agaðan og skipu-
legan hátt undir handleiðslu annarra.
Meðan Vincent var í Hollandi var hann
undir sterkum áhrifum frá myndlistarstefnu
er nefndist Haag-skólinn og málaði í dökk-
um og drungalegum jarðlitum. Theo reyndi
í bréfum sínum til Vincents að koma honum
í skilning um að enginn málari í París, há-
borg samtímamyndlistar, notaði slíka liti;
impressionistamir notuðu bjarta liti. Vin-
cent tók ekki mark á orðum bróður síns fyrr
en hann hafði öðlast nægilegt sjálfstraust
sem listamaður og var kominn til Parísar og
kynntist kenningum síð-impressionista. Þá
hafði hann tækifæri til að bera listaverk sín
saman við verk færustu samtímamálara
heims sem flestir héldu til þar: Monet, Céz-
anne, Pissarro, Seurat, Gauguin, Toulouse-
Lautrec, Sisley, Signac og fleiri.
TMM 1991:1
59