Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 70

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Page 70
Eftir einveruna í Hollandi þyrsti hann í að kynnast hinu ljúfa lífi stórborgarinnar og hann gerði það líka svo um munaði, í anda þeirra öfga sem einkenndu hann alla tíð. Eftir tæplega tveggja ára dvöl í París fann hann sig knúinn til að flýja höfuðborgina meðal annars vegna þess hvað hann ánetj- aðist sukki listamannanna þar í ríkum mæli. Auk þess líkaði honum yfirleitt ekki við listmálarana sem manneskjur og hann þurfti meira næði til að einbeita sér að list sinni en kostur var á í París. Þar að auki vildi Van Gogh komast í suðræna birtu því nú var hann búinn að hreinsa sig af öllum áhrifum frá Haag-skólanum og málaði „björt“ mál- verk. Hann fór þá til smábæjarins Arles í Suður-Frakklandi og málaði þar flestar sín- ar frægustu myndir 35 ára að aldri. Listmálarinn Susanne Valadon, sem var móðir Maurice Utrillo, módel Renoirs og vinur Toulouse-Lautrecs, minntist þess í viðtali við Florent Fels, árið 1928, hvað Van Gogh gekk illa að falla inn í það félags- munstur sem listamennimir í París höfðu komið sér upp: Ég man eftir Van Gogh þegar hann kom í hin vikulegu heimboð Lautrecs. Hann birt- ist með stórt málverk undir hendinni, setti það á gólfið úti í homi, þar sem birta var þó nóg, og beið eftir að við veittum því athygli. Enginn lét sig þetta nokkru skipta. Hann sat á móti málverkinu sínu og rannsakaði augnaráðin, en tók yfirleitt ekki þátt í sam- ræðunum. Svo þegar hann var orðinn þreyttur fór hann og tók síðasta verk sitt með sér heim aftur. En næstu viku kom hann svo með nýjasta verkið sitt, og allt fór á sömu leið... Hve harðbrjósta þessi hópur var. (Stein, bls. 87). Vincent reyndi sitt besta til að taka þátt í samkvæmislífi listamannanna í París en samlagaðist hópnum ekki vel, eins og ef til vill másjáafþessari lýsingu. Vegnaþessara félagslegu erfiðleika hefur Vincent vafa- laust hallast meira að Bakkusi en ella hefði orðið. Áfengisneysla Vincents jókst svo mjög þau tvö ár sem hann bjó í París að hann var ekki langt frá því að verða forfall- inn drykkjusjúklingur eftir veruna þar. Hinn görótti tískudrykkur absint hefur vafalítið farið afar illa með hann. Þetta er einhver sterkasti áfengi drykkurinn sem bruggaður hefur verið, 72% alkóhól, og er nú bannaður í flestum löndum. Hann er talinn geta valdið flogaveiki og jafnvel geð- klofa en það voru einmitt kvillamir sem hrjáðu Van Gogh síðustu átján mánuðina í lífi hans. Það var líklega ekki síst drykkjufélagi Vincents, dvergurinn, veggspjaldamálarinn og alkóhólistinn Toulouse-Lautrec, sem hafði slæm áhrif á drykkjusiði hans í París. Lautrec málaði fræga pastelmynd af Vin- cent þar sem hann sat að absintdrykkju. Vincent málaði hins vegar táknræna kyrra- lífsmynd af absintglasi á borði og fyrir utan glugga í bakgmnni má sjá mann á leið í burtu frá absintglasinu. Það gæti verið Van Gogh sjálfur ekki aðeins á leið frá absint- drykkjunni, heldur einnig á leið frá París. Sárasótt og andleg þjáning Ég hefði vafalítið átt stutt í að fá hjartaáfall ef ég hefði ekki yfirgefið París. Það var líka heldur ekkert smáræði sem ég þurfti að gjalda fyrir það eftirá! Þegar ég hætti að drekka, þegar ég hætti að reykja svona mik- ið, þegar ég fór að hugsa aftur í stað þess að reyna að hugsa ekki neitt — Guð minn góður, hvílíkt þunglyndi og þvílík örmögn- un sem fylgdi í kjölfarið! Vinnan í þessu frábæra landslagi hefur styrkt andann tals- 60 TMM 1991:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.