Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 83
3:0 Stúlkur eiga að hafa fullan rétt á að vera gæslulausar og kjósa sér félagsskap að vild. 4:0 Algert jafnrétti kynjanna á að útrýma þeirri andstyggilegu hræsni sem nefnd er riddara- skapur eða að vera herralegur við dömur. Þann- ig á stúlka t.d. ekki að heimta að piltur standi upp og bjóði henni sæti sitt því slíkt ber vott um þrælslund, og bróður á ekki að venja á að systur hans búi um hann eða festi tölur á flíkur fyrir hann. Það á hann að gera sjálfur. 5:0 Konan á að hafa kosningarétt. Þegar ferm- ing kvenna er orðin að yfirheyrslu um lagaboð þess þjóðfélags sem hún er þegn í og þegar hinu opinbera verður skylt, eins og hlutafélögum nú, að fá sérhverjum borgara ársskýrslu, þá mun konan geta ákveðið hvaða manni eða málefni hún vill veita brautargengi, ekki síður en karl- inn. 6:0 Konan á að hafa aðgang að öllum starfs- greinum, og þetta verður ekki erfiðara við sjálfsstjómarfyrirkomulag en nú er, enda getur kona nú orðið þjóðhöfðingi, eins mótsagna- kennt og það þó er. Sjálfsstjóm verður ekki atvinnumannastjóm heldur eins og bæjarstjórn- ir em nú: fulltrúar munu verða kjömir til stjóm- arverkefna sem þeir eiga að sinna í frístundum. Er hægt að hugsa sér nokkum sem sé vitrari og hæfari til að stjóma en gamla konu, sem hefur sem móðir og bústýra lært að stjóma og skipu- leggja? (Forfeður okkar báru slíka virðingu fyr- ir visku gamalla kvenna að þær vom taldar hafa yfimáttúrlegar gáfur). 7:0 Með þessu eiga siðimir að verða mildari og lögin sömuleiðis, því enginn hefur lært þolgæði í sama mæli og móðirin, enginn betur lært að sýna þolinmæði og skilja hve lítils er hægt að krefjast af breyskum mannabörnum. 8:0 Konan á ekki að þurfa að gegna herskyldu. Þeir sem telja þetta óréttlátt verða að gæta þess að náttúran heimtar í staðinn af konunni að hún fæði böm. En reyndar verður ekki talinn neinn sérstakur heiður að því að gegna herskyldu. Það verður einfaldlega skylda. 9:0 Þar sem þjóðféiag framtíðarinnar mun tryggja öllum framfæri og kennslu með réttlátri skiptingu náttúruauðlindanna, verður hjóna- bandið sem trygging fyrir framfærslu óþarft. Karl og kona gera með sér samning, munnlega, eða skriflegan, um bandalag til eins langs tfma og þeim sýnist, sem þau geta sagt upp án tillits til laga eða guðspjalla þegar þau kjósa sjálf; þetta getur vissulega ekki hindrað að stundum vilji tveir hanar eiga sömu hænuna, en atið á ekki að verða eins grimmdarlegt og nú, og það verður hænan sem fær að velja sem ekki gildir nú, enda á enginn að þurfa að gifta sig vegna peninga eða samfélagsstöðu þar sem hvorugt verður til. Með þessum hætti verður úrvalið náttúrlegt og kynið mun batna. í framhaldinu kemur Strindberg með nokkrar ákveðnar uppástungur um aðgerðir þegar í stað. Konur hafi aðgang að öllum störfum, þær fái kosningarétt tafarlaust, skilnaður verði auðveldari, borgaraleg hjónabönd leyfð, konur haldi nöfnum sín- um óbreyttum við giftingu og fái ekki titil karlsins í kvenkyni (sbr. háyfirdómarafrú), drengir fái ættamafn föður en stúlkur móð- ur, konur fái laun (ekki ölmusur) fyrir heim- ilisstörf frá mönnum sínum hafi þær ekki aðrar tekjur og loks þetta hér: það á að verða hefð að hjón sofi hvort í sínu rúmi að jafn- aði. Sameiginlegt svefnherbergi leiðir til „óheilinda, viðbjóðs, leiða og þaðan af verra“ (25). En þó að Strindberg vilji að réttindi og skyldur haldist í hendur hjá báðum kynjum virðist hann við nánari athugun rammasta afturhald í jafnréttismálum. Sögumar í Hjónalífi eru skrifaðar til að fjalla um TMM 1991:1 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.