Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Side 101
að segja ímynduð ævintýri hans, getur Robbe-Grillet sett á svið óra sína sem eru jafn mikill hluti af honum og skipta jafn miklu máli í bókmenntasköpun hans og ytri atburðir sem kunna að hafa átt sér stað. I upphafi endurminninga sinna segir Robbe-Grillet, um skáldsögur sínar og bækur: „Ég hef aldrei fjallað um annað en sjálfan mig, en þar sem það var innanfrá tóku fáir eftir því.“12 í huga Robbe-Grillets er bilið milli skáldsagnagerðar og sjálfs- ævisöguskrifa stutt. Skáldsögur fjalla aldrei um annað en höfunda þeirra og ef á að gera grein fyrir innra lífi sínu í margbreytileik þess og spennu, verður sjálfsævisagan að grípa til skáldskaparins. Sjálfsævisaga Robbe-Grillets hlýtur því að vera „roman- esque“, þ.e. af skáldsögulegum toga. * í upphafi nýaldar lagði lesandi skáldsagna af stað í gervi Don Kíkóta og mætti „veru- leikans köldu ró“, sem afhjúpaði þær blekk- ingar sem riddarasögur höfðu alið í brjósti hans. Nú, fjórum öldum síðar, hafa órarnir fengið — að minnsta kosti hjá höfund- unum þremur sem ég hef verið að ræða um — það hlutverk að lýsa upp innra líf hans og sýna að það tilheyrir um margt heldur riddarasögu en raunsæissögu. Formtilraunir Sarraute, Duras og Robbe- Grillets hafa því þann tilgang að auka sjálfsskilning þeirra og lesenda. Andóf þeirra gegn raunsæinu er ekki flótti frá raunveruleikanum, þvert á móti vilja þau brjótast úr viðjum tungumálsins til að nálg- ast raunveruleikann betur, vegna þess að tungumálið er svo þrungið rfkjandi hug- myndafræði að það „vex á milli þín og þess sem lifir“.13 Þetta tengist svo öðru samkenni þre- menninganna, sem vert er að lögð sé áhersla á, en það er sú takmarkalausa frels- isþrá, sem virðist knýja þau áfram, sá ásetn- ingur að láta ekki binda sig í neina fjötra, hvorki orða né bókmenntahefðar. Þau eru að fást við lífið sjálft en ekki eitthvað sem hugsanlega gæti verið handan þess. Og þá erum við komin aftur að því sem talað var um í upphafi og tæpt hefur verið á öðru hverju síðan: mikilvægi augnabliksins í þessum bókum um æviskeiðið. Það er svo skrýtið að við erum aldrei til nema í augnablikinu en við vitum svo sjald- an af því, svo upptekin erum við af hinu liðna og ókomna. Þegar við skoðum mann- inn sem veru augnabliksins hættum við að skynja hann sem heilsteypta persónu. I stað þess að vera Jón Jónsson sem fæddist á þessum stað á þessum tíma, hefur þessa stöðu í samfélaginu, og endar feril sinn í snyrtilegri gröf, verður hann þetta sundr- aða, síbreytilega, ávallt lifandi sjálf, sem er svo einkennilega frjálst. Því hvað gerist þegar búið er að sjá í gegnum klisjur orðræðnanna, kasta af sér ofurvaldi samfélagsins? Þá koma augna- blik, augnablik sem er best lýst þannig að þá er manneskjan fullkomlega til. Gærdag- urinn og morgundagurinn skipta ekki máli, heldur ekki aðrir staðir en sá sem hún er á. Hún er fullkomlega, á þeim stað og á þeirri stundu sem henni er gefið að lifa, með öllum frumum líkamans, með öllu frelsi vitundarinnar. Robbe-Grillet finnur þetta augnablik full- kominnar tilveru meðal annars í sviðsetn- ingu kynóra sinna, Duras í ástríðunum en einnig í sjálfum ástaratlotunum. Sarraute finnur þetta til dæmis í stuttu minninga- broti, aðeins örfáum línum. Hún er fimm TMM 1991:1 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.