Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 111
*
Niðurstaða lesandans er mest á formi spuminga:
Hví er Denni búinn að drekka frá sér tvær konur svo lítið barðar, því vitað er, að hann
lamdi ekki nema eina tönn út úr þeirri fyrri og þá seinni nánast ekkert?
Hví drekkur hann enn sem svampur, þar eð hann er ekki fjallaskáld, sem þarf að drekka
sig í hel af veraldarsorg?
Með ýlfrandi kaffiþembu og pílur, spyr ég guggna móður hans:
— Af hverju ætli Denni drekki svona mikið?
Hún hleypir lofti úr nösum.
— Það hef ég lengi sagt, segir hún, að hann er góður drengur. Fyrst í stað kunni hann
alveg að fara með vín. Það lá ekki sérstaklega vel fyrir honum að fara í skóla, eins og þú
veist. En hann var duglegur að vinna. Þá bættist það við, að hann missti vinnuna í
hraðfrystistöðinni fimmtán ára. Það varð mikið áfall. Pabbi hans var líka nýlega dáinn.
Þeir vom ávallt mjög samrýmdir. Eftir það byrjuðu túramir.
Svo var hann ekki vel heppinn með fyrri konuna. Mér fannst, að hún væri alltaf á móti
honum, hún ragaðist stöðugt. Sú seinni var reyndar lítið betri. Og það er sjálfsagt óheppni,
en hann hefur aldrei á sinni lífsfæddri ævi lent hjá góðum atvinnurekanda. Þeir hafa
hreinlega tekið hann fyrir, lagt hann í einelti. Hann þolir það ekki, hann Steinar, þá reiðist
hann og fer að drekka.
En hann Steinar minn hefur svo sannarlega reynt að sigrast á drykkjunni, hvað eftir
annað. Ég held bara að þessir menn á Silungapolli og Vogi, hvað þaðnú heitir, hafi eyðilagt
hann. Þeir ásaka hann í sífellu og það þolir Steinar ekki. Þá flýr hann burt og fer að drekka.
Og á Landspítalanum hefur hann aldrei komist að, nema svo stuttan tíma. Hefur varla
verið farinn að hugsa sinn gang almennilega, þá er hann kominn út aftur. Og þá bíða
auðvitað gömlu drykkjufélagamir og draga hann út í ósómann.
Það er best fyrir hann að koma héma heim til hennar móður sinnar. Hér fær hann þó
að sofa í friði. Hér rekur enginn hann út og dregur ekki heldur til drykkju. Hann er svo
illa staddur með peninga blessaður, hann hefur ekki efni á því að leigja sér. En hann er
alltaf velkominn til hennar mömmu og það veit hann. Þó að hann hafi mölvað svolítið
hjá mér, hann hefur bara verið illa fyrirkallaður. Því að þetta er góður drengur, það hef
ég alltaf sagt.
Konan fær sér sígarettu og þagnar. Samtalið er orðið nóg. Mikið hefur hún gránað,
þessi kona, hugsar sögumaður, sem gleypir restina af kaffiborðinu og hverfur skömmu
síðar út um dyrnar.
TMM 1991:1
101