Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1991, Síða 111
* Niðurstaða lesandans er mest á formi spuminga: Hví er Denni búinn að drekka frá sér tvær konur svo lítið barðar, því vitað er, að hann lamdi ekki nema eina tönn út úr þeirri fyrri og þá seinni nánast ekkert? Hví drekkur hann enn sem svampur, þar eð hann er ekki fjallaskáld, sem þarf að drekka sig í hel af veraldarsorg? Með ýlfrandi kaffiþembu og pílur, spyr ég guggna móður hans: — Af hverju ætli Denni drekki svona mikið? Hún hleypir lofti úr nösum. — Það hef ég lengi sagt, segir hún, að hann er góður drengur. Fyrst í stað kunni hann alveg að fara með vín. Það lá ekki sérstaklega vel fyrir honum að fara í skóla, eins og þú veist. En hann var duglegur að vinna. Þá bættist það við, að hann missti vinnuna í hraðfrystistöðinni fimmtán ára. Það varð mikið áfall. Pabbi hans var líka nýlega dáinn. Þeir vom ávallt mjög samrýmdir. Eftir það byrjuðu túramir. Svo var hann ekki vel heppinn með fyrri konuna. Mér fannst, að hún væri alltaf á móti honum, hún ragaðist stöðugt. Sú seinni var reyndar lítið betri. Og það er sjálfsagt óheppni, en hann hefur aldrei á sinni lífsfæddri ævi lent hjá góðum atvinnurekanda. Þeir hafa hreinlega tekið hann fyrir, lagt hann í einelti. Hann þolir það ekki, hann Steinar, þá reiðist hann og fer að drekka. En hann Steinar minn hefur svo sannarlega reynt að sigrast á drykkjunni, hvað eftir annað. Ég held bara að þessir menn á Silungapolli og Vogi, hvað þaðnú heitir, hafi eyðilagt hann. Þeir ásaka hann í sífellu og það þolir Steinar ekki. Þá flýr hann burt og fer að drekka. Og á Landspítalanum hefur hann aldrei komist að, nema svo stuttan tíma. Hefur varla verið farinn að hugsa sinn gang almennilega, þá er hann kominn út aftur. Og þá bíða auðvitað gömlu drykkjufélagamir og draga hann út í ósómann. Það er best fyrir hann að koma héma heim til hennar móður sinnar. Hér fær hann þó að sofa í friði. Hér rekur enginn hann út og dregur ekki heldur til drykkju. Hann er svo illa staddur með peninga blessaður, hann hefur ekki efni á því að leigja sér. En hann er alltaf velkominn til hennar mömmu og það veit hann. Þó að hann hafi mölvað svolítið hjá mér, hann hefur bara verið illa fyrirkallaður. Því að þetta er góður drengur, það hef ég alltaf sagt. Konan fær sér sígarettu og þagnar. Samtalið er orðið nóg. Mikið hefur hún gránað, þessi kona, hugsar sögumaður, sem gleypir restina af kaffiborðinu og hverfur skömmu síðar út um dyrnar. TMM 1991:1 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.