Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 17
Góð bók getur sem sagt vel hitt lesanda á röngum tíma þannig að erindi bókar fari forgörðum. Þetta er líklega sérlega við- kvæmt hjá börnum og unglingum sem þroskast hratt og þó mishratt. Eitt fjórtán ára barn getur vel verið vaxið upp úr efni sem á brýnt erindi við annað. Fjölbreytt lesefni fyrir krakka En vendum nú okkar kvæði í kross og skoð- um íslenskar bama- og unglingabækur síð- ustu ára ögn, í ljósi þess sem hér hefur verið sagt. íslenskir rithöfundar hafa lengi skrifað fyrir læs börn frá 6 ára til fermingaraldurs, a.m.k. óslitið alla þessa öld. En það er ekki fyrr en á síðasta áratug að farið er að skrifa að ráði fyrir unglinga. Fram að þeim tíma var almennt litið svo á að fermdir unglingar gætu lesið það sama og fullorðnir. Saga íslenskra unglingabóka er því stutt og það getur verið einhver skýring á því að ung- lingabækur standast miklu síður kröfur um gæði og fjölbreytni en bamabækur síðustu ára. Barna- og unglingabækur skiptast í marg- ar bókmenntagreinar. Islenskir höfundar hafa á síðustu árum mest skrifað raunsæjar bókmenntir úr hversdagslífi bama þar sem oft er fjallað um ýmsan vanda sem ætla má að sé ekki fátíður hjá venjulegum krökkum. Það verður alltaf þörf fyrir góðar slíkar bækur. Þær íslensku í þessum hópi standast misvel þær kröfur sem gera verður til þeirra en á síðustu árurn stendur bók Guðrúnar Helgadóttur Undan illgresinu (1990), upp úr og bækur Guðmundar Ólafssonar um Emil og Skunda (1986 og 1990) eru ljóm- andi góðar. Þá er hefð fyrir prakkarasögum í íslenskum bamabókmenntum allt frá Gvendi Jóns (1949-64) eftir Hendrik Ott- ósson til Elíasar (1983-86) eftir Auði Har- alds. Nú reyna fleiri höfundar við fantasíu- formið en áður sem eðlilegt má telja í ljósi þess sem uppeldisfræðingar segja um gildi slíkra bóka. Heiður Baldursdóttir hefur skrifað tvær vel heppnaðar fantasíubækur, Alagadalinn (1989) og Leitina að demant- inum eina (1990) og á síðasta ári kom æv- intýri eftir Iðunni Steinsdóttur, Gegnum þyrnigerðið (1991) sem lesa má sem lykil- sögu um fall Berlínarmúrsins og samein- ingu Þýskalands. Börn geta þó lesið það sem alveg sjálfstætt ævintýri en þroskuð böm geta skilið það táknrænt og það eykur gildi þess. Sakamálasögur hafa lengi verið með vin- sælustu þýddu bókunum þó ekki séu þær alltaf að sama skapi vandaðar. Nefna má bækur Enid Blyton og sögurnar um Frank og Jóa og Nancybækurnar. Islenskir höf- undar hafa reynt við greinina af og til með misjöfnum árangri þar til Sigrún Dav- íðsdóttir kom fram með Silfur Egils (1989) og vakti verðskuldaða athygli. Þar notar hún form sakamálasagna til að skrifa skemmtilega sögu um leit tveggja reyk- vískra bræðra að silfri Egils. Heiður Bald- ursdóttir reynir líka fyrir sér með Jæssa formúlu í bókinni Leyndarmál gamla hússins (1991). Báðar nota þær form saka- málasagna einungis sem uppistöðu til að skapa spennu og vettvang átaka þar sem börnin leggjast á sveif með réttlætinu sem sigrar að lokum, en sögurnar einkennast af vönduðum vinnubrögðum, eftirminnileg- um persónum og erindi höfunda við lesend- ur er vandlega samofíð persónum og at- burðarás. TMM 1992:1 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.