Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 23
sína og óskaplegu ójafnvægi skapsmuna. Elli Palli, söguhetjan 13 ára, á erfitt með að haga sér í samræmi við það sem hann veit þó að er rétt. Hann vill vera vel metinn íþróttamaður og hafa viðurkenningu hóps- ins og lætur lengi vel sem sér komi ekki við hvemig einn strákanna er lagður í einelti. En í bakgrunni er eftirminnileg mynd af 11 ára bróður, Bjartmari, sem er greindarskert- ur. Hann er einlægur og hagar sér eftir því sem honum finnst vera rétt og gott, óspilltur af valdi hópsins yfir framkomu og hegðun. Það er gott til þess að vita að fötluðu barni skuli vera teflt fram sem málpípu heiðar- leika og heilbrigðra siðferðislegra gilda. Ekki mun af veita að ala börn og unglinga upp í að taka eftir verðleikum þeirra sem á einhvern hátt búa við skertan þroska eða fötlun. Það gerir Heiður Baldursdóttir líka ákaflega vel í sínum bókum, bæði í Álaga- dalnum og í Leyndarmáli gamla hússins. Þrátt fyrir hversdagslegt söguefni Fjólu- blárra daga, skilur sagan eftir margt til umhugsunar. Kristín kann vel til verka, í sögunni eru fjölmargar ljóslifandi persónu- lýsingar og húmorinn er aldrei langt undan. Sagan er e.t.v. heldur stutt en þá er á það að líta að fyrir böm og unglinga sem ekki eru alveg fluglæs, verða að vera til bækur sem þau treysta sér til að geta klárað. Sá hópur er ekki fámennur. Kristín hefur líka skrifað ágætar bækur sérstaklega fyrir unglinga sem eiga í erfiðleikum með lestur og þurfa stoðkennslu, bækumar Ugla sat á kvisti, Átti börn og missti, Eitt, tvö, þrjú, og Og það varst þú (1990). Út af sporinu í íslenskum unglingabókum er algengast að söguhetjur séu venjulegir unglingar sem eiga við smávægileg vandamál daglega lífsins að stríða eins og gengur, fyrirmynd- amnglingar sem allt gengur í haginn eða hjá þeim höfundum sem skrifa í reyfarastíl, unglingar sem lenda í miklum hremming- um en komast frá þeim á óraunsæjan og ótrúverðugan hátt. Þær persónur sem lenda út af sporinu á einhvem hátt era oftast auka- persónur. Páll Pálsson skrifaði upp úr 1980 tvær bækur um slíka unglinga, Hallæris- planið (1982), og Beðið eftirstrœtó (1983). Á síðasta ári skrifa tveir höfundar bækur þar sem aðalpersónumar lenda í vandræð- um. Elías Snæland Jónsson skrifar sína fyrstu unglingbók, Davíð og krókódílamir (1991), um strák sem lendir í vondum fé- lagsskap með sér eldri unglingum sem not- færa sér reynsluleysi hans og smæð. Davíð TMM 1992:1 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.