Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 30
þessi aldurshópur eiginlega gert á hlut út- gefenda? Þeirra er dómgreindarleysið, það er við þá að sakast, en ekki misjafna og brokkgenga höfunda. Hafi enginn höfund- ur neitt bitastætt fram að færa ætti útgefandi að láta vera að birta unglingabækur eftir íslenska höfunda þau jólin. Einnig mætti velviljaður og vandvirkur útgefandi benda höfundi á viðvaningsleg vinnubrögð og miðla uppbyggilegri gagnrýni á hugverkið. Biðja svo viðkomandi að koma aftur að ári. Þetta virðist almennt ekki vera gert. Útgef- endur hafa gengið að unglingabókamarkaði vísum, ár eftir ár. Kaupendur unglingabóka eru sjaldnast lesendur þeirra, heldur velvilj- aðir ættingjar á höttunum eftir jólagjöfum. Þeir ættu heldur að fjárfesta í ástarsögum og vestrum úti í næstu sjoppu. Þar fást afþreyingarbókmenntirnar. Þær eru ekki síðri en verðlauna-, metsöluunglingabæk- umar, en villa ekki á sér heimildir. Unglingabækur? Sjálft hugtakið vekur tor- tryggni. Eru unglingabækur bækur um ung- linga? Sé svo er Ojvitinn unglingabók, Rómeó og Júlía sömuleiðis, og jafnvel Eyjabækur Einars Kárasonar og bækur Hafliða Vilhelmssonar, svo tekin séu dæmi af handahófi. Ekki virðist þeim haldið sér- staklega að einurn aldurshópi öðmm frem- ur. Er unglingum ekki ætlandi að njóta „venjulegra“ bóka? Síðan hvenær? Hér áður fyrr lásu böm svokallaðar bamabæk- ur, svo drengjabækur eða telpnabækur, en þar næst sömu bækur og aðrir aldursflokk- ar. Er annars til nokkuð sem heitir „öld- ungabækur"? Ekki virðast neinar bækur beinlínis markaðssettar sem slíkar. Em ís- lenskir unglingar taldir tomæmari en jafn- aldrar þeirra í öðmm löndum? Varla getur það verið, því slangur ágætra, erlendra bóka við hæfi unglinga kemur út í íslenskri þýð- ingu, verk viðurkenndra höfunda sem skrifa gjarna „fullorðinsbækur“ líka. Þegar erlendar bækur eru annars vegar virðast útgefendur skyndilega fá dómgreindina aft- ur, og er það vel, nú þegar hefð er að skapast fyrir því að íslenskar unglingabækur eigi að vera hrútleiðinlegar. Það læðist að manni sá gmnur, að þeir, sem hafa hæfileika og vilja til að skrifa fyrir unglinga, séu í hálfgerðum felum og gefí út verk sín sem „almennar“ bókmenntir, svo þeir fái ekki á sig sama stimpil og þau Eðvarð og Hrafnhildur. Dæmi um slíkan laumu-unglingabókahöf- und gæti verið Ólafur Gunnarsson eða Haf- liði Vilhelmsson. Að vísu hafa þau gleðitíðindi gerst, að Þorgrímur Þráinsson hefur á undanfömum tveimur ámm lyft ís- lenskum metsölu-verðlaunabókum upp á heldur hærra plan, og Andrés Indriðason, sem áður sótti mjög á sömu ládauðu miðin og aðrir þeir söluhæstu, hefur nú snúið við blaðinu með glæsilegum árangri. Hér á eftir verður Qallað lítillega um þrjár „yfirlýstar“ unglingabækur, þýddar úr dönsku, og em þær um margt harla ólíkar afurðum íslenskra unglingabókahöfunda, og það þótt aðstæður danskra unglinga séu um margt svipaðar aðstæðum íslenskrar æsku. Hugsjónir og hormónar Áður en lengra er haldið gæti verið gaman að velta því fyrir sér hverjir unglingar em, þ.e. þeir, sem unglingabóka eiga að njóta. Einhvers konar markhópur, ef dæma má af jólabókaauglýsingum. Krakkar sem em að ljúka skyldunámi. Þeir lesendur sem em að 20 TMM 1992:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.