Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 31
taka út kynþroska, og vonandi annars konar þroska líka. Með öðrum orðum, hverfull hópur sem vex hratt upp úr þeim kröfum, sem hann’gerir meðan gelgjuskeiðið varir. Eða hvað? Sumir eru að taka út þroska alla ævina, vonandi sem flestir. Sumir vaxa aldrei frá sögum og ævintýrum æsku sinnar. Alhæfingar eru í besta falli ofeinföldun, en kannski er hægt að nefna örfáa þá eiginleika sem telja má einkenni lesenda á unglings- aldri. Þetta eru hlutir sem segja sig sjálfir, en ekki virðist vanþörf á að minna á þá, ef það mætti verða til þess að nokkur metnað- ur yrði lagður í útgáfu unglingabóka. Gelgjuskeiðið er breytingaskeið, bæði lík- amlega og andlega. Kynlífsáhuginn vaknar, og einstaklingurinn öðlast sjálfstæði sem hann hafði ekki sem barn. Lífið er óskrifað blað og allir möguleikar standa unglingnum opnir. Þessu fylgir mótþrói og uppreisn gegn ríkjandi gildum. Vali foreldranna er hafnað sem úr sér gengnu, aðrar og spenn- andi leiðir kannaðar. Þetta er tími tilrauna og leitar að sjálfsmynd á umbrotaskeiði. Unglingurinn sækir í spennu, en er jafn- framt óöruggur. Hann trúir á mátt sinn og megin, en finnur um leið til vanmáttar. Hann er í senn ofurmenni og postulín. Hvaða lesefni skyldi henta einstaklingi, sem svona er ástatt um? Hvað vill hann sjálfur? Ef marka má veggjakrot strætó- skýlanna gætu hrollvekjandi og krassandi djarfar bækur fallið í kramið hjá mörgum ungum lesanda. Eitthvað sem hugarflugið getur japlað á meðan á tanntöku stendur. Samtímis þarfnast hann uppörvunar og hlýju, og ekki síst staðfestingar á því, að hann er ekki sá fyrsti og eini sem upplifir öldurót unglingsáranna. Ekki má svo gleyma því, að Iestur á helst alltaf að vera skemmtilegur, hvort sem unglingar eiga í hlut eður ei. íslenskar unglingabækur virðast oft samdar fyrir ímyndaðar kynjaverur, sem búa í hug- skoti höfundar, hugarfóstur hans, þá ung- linga sem hann vildi að væru til. Af hverju hvarflar hugurinn svo oft til Jónasar frá Hriflu? Danskir höfundar verkanna, sem hér verður sagt frá, skrifa á hinn bóginn fyrir tilfinningaverur, vitsmunaverur, fólk af holdi og blóði sem hefur þungar áhyggjur af graftarbólum, ókennilegum hárvexti og óstýrilátum kynórum. Þeir huga að manns- barninu sem enn kann að bærast innra með lesandanum. Reyndar virðist skiptingin í unglingabækur og aðrar bækur ekki nærri því eins glögg hjá Dönum eins og hún er hjá íslendingum. Til dæmis geta allmargar bækur eftir Leif Panduro, Tove Ditlevsen og Klaus Rifbjerg talist til unglingabóka, þótt ásetningur þessara höfunda hafi ekki endilega verið sá að höfða til unglinga. Sama er uppi á teningnum ef gróskumikil kvikmyndagerð Dana á síðustu áratugum er skoðuð. Sem dæmi má nefna leikstjórann Bille August og samvinnu hans við Bjame Reuter, rithöfund, leikstjórann Niels Malm- ros og ótal fleíri. Á þessu sviði er nánast hægt að tala um „unglingalistgrein", svo áberandi er hve dönsk kvikmyndagerð tek- ur mið af unglingum og hugðarefnum þeirra. En það er efni í aðra sögu, og lýkur hér þessum útúrdúr. Lítum nú á dæmi um danskar bækur sem komið hafa út á ís- lensku á undanfömum ámm. TMM 1992:1 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.