Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 37
altaristöfluna í kirkjunni, ljósmyndir af ætt- ingjum og kóngafólki úr útlöndum og ef til vill myndir úr dönskum myndablöðum. Þessar fáu myndir gátu haft sterk áhrif á myndþyrstan barnshugann, stundum urðu þær jafnvel kveikja að skáldsagnapersónu, vöktu útþrá eða löngun til að reyna að búa til mynd. En myndfátæktin hafði líka þau áhrif að myndmál var flestu fólki lítt skilj- anleg útlenska. Fyrstu íslensku myndlistar- mennimir þurftu að kenna fólki að sjá. Þeir mættu líka tortryggni hreintrúarinnar gagn- vart því sem er fallegt, því sem glepur frá hinu hreina og sanna orði. í upphafí var orðið. En í upphafi lífs okkar hvers og eins, í fmmbernsku, hafa orð enga merkingu. Við sjáum, horfum. Við gemm okkur hugmynd áður en við eigum orð. Hugmyndin er forsenda þess að við skiljum orðið. Einhveijar algengustu villur í mál- notkun byggjast einmitt á misskilningi á myndhverfum orðtökum, þegar sá sem talar eða skrifar gerir sér ranga — eða enga — hugmynd um orðtakið. Myndir eiga greið- an aðgang að barnshuganum. Þær tala til okkar jafnvel þegar við eigum engin orð til að lýsa þeim með, skýra þær eða skilgreina. Sá heimur sem bömin okkar alast upp í er fullur af myndum. Myndrænt áreiti í ein- hveiju formi dynur á þeim allan daginn, alls staðar. Að stærstum hluta er hér um að ræða myndir sem sjást aðeins skamma stund; auglýsingaskilti sem sést úr bílglugga þegar keyrt er framhjá, myndir í blöðum sem flett er og fleygt, flöktandi myndir á sjónvarps- skemii sem hverfa eftir andartak þegar nýj- ar taka við. Þó svo að framboð myndefnis hafi margfaldast er mikill meginhluti þess einhæf iðnaðarframleiðsla sem leitar ekki listrænna lausna, heldur lætur sér nægja yfirborðskenndar klisjur. Hætt er við að þessi myndgnótt geti leitt af sér sljóleika gagnvart myndmáli ekki sfður en myndfá- tæktin. Það er erfitt að læra tungumál án þess að heyra orðaskil, að greina og tileinka sér eigindir myndmálsins í einhæfri síbylju myndmiðlanna. Hugtakið sjálfsmynd er mikið notað þegar rætt er um þroskaferil barna. Talað er um nauðsyn þess að byggja upp jákvæða sjálfs- mynd hjá baminu. Jákvæð sjálfsmynd hlýtur að mínu viti að grundvallast á raunhæfri þekkingu og já- kvæðu mati á eigin getu, hæfíleikum og þroskamöguleikum. Hvernig geta bækur og aðrir miðlar haft áhrif á það hvort barnið þróar jákvæða og sterka sjálfsmynd eða ófullkomna, nei- kvæða og óraunhæfa sjálfsmynd? Bamið þarfnast staðfestingar á eigin hugmyndum um umhverfið og um sjálft sig. Með hjálp bóka og annarra miðla getur bamið líka bætt við eigin reynslu. Slík óbein reynsla er þroskandi og getur opnað barninu nýja möguleika, bæði í innra og ytra lífi. Til að miðlar hafi slík jákvæð og þrosk- andi áhrif verða þeir að uppfylla viss skil- yrði. Samsvömn við ytri heim eða hug- arheim bamsins verður að vera til staðar. Það gefur barninu öryggistilfinningu þegar það kannast við tilfinningu, hugsun, draum, aðstæður eða atvik í efni sem því er miðlað. Þetta þýðir ekki að nákvæm eftirlíking af raunveruleika barnsins sé nauðsynleg eða jafnvel æskileg. f listrænni útfærslu er alltaf um val að ræða, ekki eftirhermu. Samsvör- unin getur eins verið við innri heim barns- ins, við tilfinningar eða hugmyndir sem það þekkir. TMM 1992:1 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.