Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 40
Dramatísk spenna í stað
hasars og ofbeldis.
(Úr Tove Jansson: Den farliga resan.)
rænum ferli og hlýtur að vera fyrirferðar-
mikill þáttur þegar verið er að vinna efni
fyrir hóp sem hefur takmarkaða reynslu og
þekkingu sem hægt er að skírskota til. Sú
einföldun byggir á því að reynt er að kafa
undir yfirborðið, komast að kjarnanum og
setja niðurstöðumar fram í hnitmiðuðu
formi. Einföldunin sem einkennir svo stór-
an hluta fjölþjóðlega barnaefnisins er ann-
ars konar. Þar eru yfirborðsleg einkenni ýkt
og skrumskæld; í stað spennu kemur hasar
og ofbeldi, í stað tilfinninga væmni og til-
finningasemi.
Markaðshugsunin takmarkar líka val á
viðfangsefnum. Reynt er að komast hjá því
að segja nokkuð það sem einhver gæti
mögulega verið ósammála, nokkuð sem
gæti brotið í bága við viðteknar hefðir og
þjóðskipulag, nokkuð sem gæti vakið upp
óþægilegar spurningar. Utkoman verður
því oftast staðnað efni í staðlaðri útfærslu.
Til að komast hjá því að fjalla um „hættu-
leg“ efni og til að höfða til áhorfenda eða
lesenda á ólíkum menningarsvæðum er
viðfangsefni fjölþjóðabarnaefnisins oftast
einhvers konar fantasía. Við fyrstu sýn
virðast þessar fantasíur lúta lögmálum ást-
sælasta barnaefnis allra tíma, ævintýrsins.
Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að svo
er ekki. Hetjur ævintýranna eru oft minni
máttar, olbogaböm, kolbítar. Ef þeir eignast
einhver vopn önnur en mannkosti og
kænsku til að sigrast á ofureflinu, þá hafa
þeir eignast þau vegna góðmennsku og
hjálpsemi. Ofurhetjur teiknimyndanna hafa
öðlast hæfileika sína og styrk með einhverj-
um yfirnáttúrlegum hætti. Þeir berjast við
andstæðinga sem einnig hafa ofurkrafta og
í raun er enginn munur á baráttuaðferðum
þeirra, við vitum bara að þessir em góðir en
hinir vondir.
30
TMM 1992:1