Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 49
bók eftir Solzhenitsyn, það vissi enginn fyrirfram. Það kom fyrir að
einhver sem við þekktum fékk að fara úr landi: gyðingar sem fæddir voru
í héruðum sem höfðu verið pólsk milli stríða fengu að flytja til Póllands,
þaðan gátu þeir komist til fsraels ef þeir vildu.
Ekki mundi ég fara þótt mér væri boðið, sagði Júra. ísrael er mér
svosem ekki neitt í neinu. Þetta er mitt land, þessir skógar, þessi ilmur,
þessir sveppir, þessir skökku bjálkakofar. Nei, ég fer ekki fet.
Svo sagði hann mér sögu. Það var alltaf verið að segja sögur.
Það var gyðingur í Varsjá sem sótti um fararleyfi til ísraels. Þegar
hann hafði búið þar um stund leiddist honum lífið og hann fór norður
aftur. En hann kunni ekki heldur við sig í gamla landinu og enn sótti hann
um áritun til ísraels. Yfirvaldið byrsti sig og sagði:
Heyrðu Jankel, þetta gengur ekki sisona, þú verður að gera upp við
þig hvar þú vilt vera.
Æ, panowe, sagði Jankel. Þið vitið hvemig þetta er: hér er hundalíf
og þar er hundalíf. En þessi ferðalög á milli, vaj vaj, það er sko líf.
Best er þar sem við ekki erum, sagði ég og þóttist góður að muna
þessa línu úr gömlu rússnesku leikriti.
Júra var heldur ekki búinn að gefa sovétkommúnismann upp á bátinn.
Við erum öll með sovétskipulaginu, sagði hann. Ef að bara . .. Já, ef að
bara. Eftir því sem á leið fjölgaði fyrirvörunum hjá Júru. Þeim hélt áfram
að fjölga eins þótt um þetta leyti áraði furðu vel fyrir þá, sem vildu vona
að allt þokaðist í rétta átt, að brátt sæi fólkið í landinu umbun síns erfiðis
og sinna þrauta þrátt fyrir allt. Það var verið að byggja yfir fólk í áður
óþekktum mæli og einn þeirra sem kom sér upp lítilli íbúð í samvinnu-
félagi var Júra. Sovétmenn höfðu líka forskot í ferðum út í geiminn. Júríj
Gagarín fór á loft og svo German Títov og Amríkanar voru miður sín yfír
þeim ósköpum. Töldu þetta vísbendingu um að Rússar kynnu að fara
fram úr þeim í fleiri greinum.
En Júra lét sér fátt um finnast. Eitt get ég sagt ykkur, sagði hann við
foreldra sína, að við verðum ekki fyrstir til að stíga fæti á tunglið. Það
gera Amríkanar.
Láttu engan heyra þessa vitleysu drengur, sagði faðir hans. Hvemig
ætti það að vera? Heildurðu að heilabúið í þeim sé eitthvað öðmvísi en
í okkar mönnum?
Nei, sagði Júra. En Kanamir verða samt á undan, sannaðu til.
TMM 1992:1
39