Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 49
bók eftir Solzhenitsyn, það vissi enginn fyrirfram. Það kom fyrir að einhver sem við þekktum fékk að fara úr landi: gyðingar sem fæddir voru í héruðum sem höfðu verið pólsk milli stríða fengu að flytja til Póllands, þaðan gátu þeir komist til fsraels ef þeir vildu. Ekki mundi ég fara þótt mér væri boðið, sagði Júra. ísrael er mér svosem ekki neitt í neinu. Þetta er mitt land, þessir skógar, þessi ilmur, þessir sveppir, þessir skökku bjálkakofar. Nei, ég fer ekki fet. Svo sagði hann mér sögu. Það var alltaf verið að segja sögur. Það var gyðingur í Varsjá sem sótti um fararleyfi til ísraels. Þegar hann hafði búið þar um stund leiddist honum lífið og hann fór norður aftur. En hann kunni ekki heldur við sig í gamla landinu og enn sótti hann um áritun til ísraels. Yfirvaldið byrsti sig og sagði: Heyrðu Jankel, þetta gengur ekki sisona, þú verður að gera upp við þig hvar þú vilt vera. Æ, panowe, sagði Jankel. Þið vitið hvemig þetta er: hér er hundalíf og þar er hundalíf. En þessi ferðalög á milli, vaj vaj, það er sko líf. Best er þar sem við ekki erum, sagði ég og þóttist góður að muna þessa línu úr gömlu rússnesku leikriti. Júra var heldur ekki búinn að gefa sovétkommúnismann upp á bátinn. Við erum öll með sovétskipulaginu, sagði hann. Ef að bara . .. Já, ef að bara. Eftir því sem á leið fjölgaði fyrirvörunum hjá Júru. Þeim hélt áfram að fjölga eins þótt um þetta leyti áraði furðu vel fyrir þá, sem vildu vona að allt þokaðist í rétta átt, að brátt sæi fólkið í landinu umbun síns erfiðis og sinna þrauta þrátt fyrir allt. Það var verið að byggja yfir fólk í áður óþekktum mæli og einn þeirra sem kom sér upp lítilli íbúð í samvinnu- félagi var Júra. Sovétmenn höfðu líka forskot í ferðum út í geiminn. Júríj Gagarín fór á loft og svo German Títov og Amríkanar voru miður sín yfír þeim ósköpum. Töldu þetta vísbendingu um að Rússar kynnu að fara fram úr þeim í fleiri greinum. En Júra lét sér fátt um finnast. Eitt get ég sagt ykkur, sagði hann við foreldra sína, að við verðum ekki fyrstir til að stíga fæti á tunglið. Það gera Amríkanar. Láttu engan heyra þessa vitleysu drengur, sagði faðir hans. Hvemig ætti það að vera? Heildurðu að heilabúið í þeim sé eitthvað öðmvísi en í okkar mönnum? Nei, sagði Júra. En Kanamir verða samt á undan, sannaðu til. TMM 1992:1 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.