Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Side 58
vera algildur mælikvarði á satt og rétt. Þess- vegna er heimspekin í aðra röndina sam- keppni og barátta við heilbrigða skynsemi. Fólk notar það líka gegn heimspekingum að það sem þeir segja stangist á við heil- brigða skynsemi. Samkvæmt almannaskoðun er heimspek- ingurinn einmitt iðulega á villigötum! Það er af því að hann sér hlutina frá öðru sjón- arhorni og ruglar fólk í ríminu. Heimspek- ingurinn er stundum hróðugur yfir því að honum hefur tekist að rugla fólk, því að þá neyðist það til að fara að hugsa upp á eigin spýtur, hvemig svo sem því tekst það. Heimspekingurinn vill hafa þau áhrif á fólk að það velji sér ekki lífsskoðun eftir fyrir- mælum annarra eða af handahófi. Stundum öðlast fólk lífsskoðun á svipaðan hátt og það frelsast til einhverrar sértrúar. Allt í einu er eins og menn uppgötvi skoðanir sem áður voru þeim huldar, þeir slá skjaldborg um þær því þeim fínnst þær veita sér fót- festu ílffinu. Skoðanimar verða þeim hækj- ur, án þeirra finnst fólki að það muni missa jafnvægið. Heimspekin snýst hinsvegar um að hugsa án þess að vera rígbundinn á klafa ákveðinna skoðana eða kenninga. Sá sem hugsar heimspekilega er aldrei fyllilega bundinn einhverri tiltekinni lífsskoðun. Og er það þetta sem heimspekingarnir kenna: Hvemig hœgt er að vera til án þess að halda dauðahaldi ískoðanir sem maður hefur ekki hugsað sjálfur? Hér verður að gera greinarmun á tvenns- konar heimspeki. Annarsvegar er sú heim- speki sem stunduð er í háskólum og af fólki sem hefur það að ævistarfi að fást við fræði tengd heimspeki sem kennslugrein í há- skólum. Hinsvegar er heimspeki sem með- vituð og mótuð hugsun einstaklingsins um lffið og tilveruna. Hver einasti maður þarf á slíkri heimspeki að halda til að takast á við heiminn og sjálfan sig í heiminum og móta eigin lífsstefnu. Við getum því annarsvegar talað um skólaheimspeki eða akademíska heimspeki og hinsvegar um náttúrulega heimspeki. Ég held að allar manneskjur séu í upphafi efniviður í góða náttúrulega heimspekinga, því mönnum er raunverulega í blóð borið að gera sér kerfi skoðana, hugmynda og kenninga um lffið og tilveru okkar í veröld- inni. Börn eru náttúrulegir heimspekingar og oft þeir bestu — áður en þau eru farin að spillast af hleypidómum fullorðinna. Þannig er heimspekileg hugsun oft eðlileg- ust. Þessa hugsun sem við köllum heim- spekilega nýtum við til að setja hffi okkar markmið. Hver einstaklingur verður að móta lífsstefnu sína, og ef hann á að geta gert það á skynsamlegum forsendum, þarf hann að geta beitt þessari hugsun. Einnig nýtum við slíka hugsun til að taka ákvarð- anir og leysa deilumál, til þess að rökræða skipulega og til að lagfæra og gagnrýna ýmis kerfí hugmynda og skoðana. Kerfi hugmynda og skoðana eru mikilvægustu tæki mannsins til þess að fóta sig í tilver- unni. Það getur enginn hugsað fyrir annan mann. Þessvegna stunda allir náttúrulega heimspeki að vissu marki. En sannleikurinn er sá að fjöldi fólks fær aldrei tækifæri til að móta eigin náttúrulega heimspeki. Fólk er stöðvað eða stöðvast í því efni einhversstaðar á lífsleiðinni og sumir mjög snemma. í stað þess að það móti eigin lífssýn er troðið upp á það skoðunum og hugmyndum sem það verður rótfast í 48 TMM 1992:1 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.