Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 62
undirstöðum. Þessvegna sé siðferðilegur
sannleikur háður því á hvern hátt við skil-
greinum sannleikann: Það er þekkingar-
fræðilega eða frumspekilega.
Heimspekingar hafa margir ætlað að setja
fram siðfræðikenningu og byrjað á frum-
speki og þekkingarfræði, en aldrei komist
að siðfræðikenningunni. Ég held að þetta sé
að byrja á öfugum enda. Sannleikshugtakið
er að mínu áliti fyrst og fremst siðferðilegt
hugtak. Það er siðfræðilegur sannleikur
sem hinar tvær skilgreiningamar verða líka
að reiða sig á, til að vera ekki innantómar.
Það er að minnsta kosti villandi að líta svo
á að siðfræðilegur sannleikur hljóti ævin-
lega að koma á eftir frumspekilegum eða
þekkingarfræðilegum.
Fólk virðist hafa mun meiri áhuga á
hverskyns dulhyggju og órök\’ísi, því sem er
andsnúið skynseminni, heldur en sannleik-
anum. Er það hœttulegt að þínum dótni?
Dulhyggju má aldrei tefla gegn vísindunum
eða opinberri trú. Hún kemur alltaf sem
viðbót og þannig á hún vissan rétt á sér. Það
er mikilsvert að fólk kunni skil á viðmiðun-
um vísinda og opinberrar trúar, því að þau
eru helsta kjölfesta skipulegrar hugsunar.
Eitt er að gagnrýna vísindi og trú, það er
nauðsynlegt. En það er háskalegt að tefla
dulhyggju fram gegn viðteknum vísindum
og ríkjandi trú. Það væri sama og að hundsa
heilbrigða skynsemi. Það er ekki hægt að
stunda vísindi án þess að taka mið af við-
teknum vísindum, það er ekki hægt að
stunda stjómmál án þess að taka mið af
ríkjandi stjómmálum í þjóðfélaginu, og það
er ekki hægt að trúa af viti án þess að taka
mið af opinberum trúarbrögðum sem móta
hugmyndaheim fólks.
Dulhyggja og hvers kyns órökvísi, sem
freistar fólks, veldur tómlæti um þau
vandamál sem raunverulega er við að glíma
í vísindum og stjómmálum, trúarlífi og sið-
ferði. Hún gefur tæknilegri hugsun færi á
að ná yfirhöndinni í samfélaginu.
Nú hefurþú gagnrýntpresta ogfleiri stéttir,
þar á meðal rithöfunda, fréttamenn og
stjórnmálamenn. Er sannleikurirm sameig-
inlegur kjarni íþessari gagnrýni?
Það sem ég hef reynt af veikum mætti er að
fá menn til þess að huga að forsendum eigin
starfa og verka. Nútíminn krefst þess að
fólk hugsi af krafti og rökvísi um það sem
það er að gera og kunni að gagnrýna sjálft
sig. Þama er ég bara að sinna því hlutverki
sem heimspekingar hafa alla tíð haft í
menningunni alveg frá því að Sókrates
reyndi að ýta við samborgurum sínum í
Aþenu forðum. Hann vildi vekja fólk til
umhugsunar og fá það til að grundvalla
skoðanir sínar á skynsamlegum rökum. Það
hefur alltaf verið hlutverk heimspekinga að
berjast gegn hugsunarleysinu.
Ég hef líka reynt að koma á framfæri
ákveðnum hugmyndum um að kirkjan
þyrfti að taka sér tak og endurskilgreina sig
miðað við gerbreyttan heim. Kirkjan á að
hjálpa nútímafólki. Það geta rithöfundamir
gert líka. En kirkjan getur að mínu viti
gegnt lykilhlutverki í því að veita nútíma-
fólki aðstoð til að takast á við og skilja
lífsvandamál sín. Munurinn er kannski sá
að kirkjan er stofnun en rithöfundar eru
alltaf að fást við tiltekin verk sín.
Það er hugsunarleysi að skeyta ekki um
sannleikann og láta heilbrigða skynsemi,
einsog við höfum talað um hana hér, stýra
hugsunum sínum að öllu leyti. Mér finnst
52
TMM 1992:1