Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Síða 64
einhver svífandi órökvísi og óskynsamleg-
ar tilfínningar. En tilfinningar eru ekki and-
stæða skynseminnar. Fólki hættir til að
rugla saman órökvísi og tilfmningum. Þess-
vegna verður óánægja fólks og ófullnægja
vegna tæknihyggjunnar og þess sem af
henni leiðir svo ómarkviss. En málið er að
tæknihyggjan skeytir ekki um sannleikann,
með öðrum orðum: tæknivitið, eða verks-
vitið, skiptir sér ekki af sönnu og ósönnu,
og ekki heldur réttlæti eða ranglæti, fegurð
eða ljótleika.
Verksvitið má aldrei vinna alveg sjálf-
stætt. Það verður alltaf að tengjast öðrum
starfsháttum skynseminnar: siðviti og bók-
viti. Þetta þrennt lýsir því hvernig mannleg
skynsemi starfar. Öll „vitin“ hafa ákveðnar
hugsjónir að leiðarljósi sem varpa ljósi á
staðreyndimar. Bókvitið hefur hugsjónina
um hlutlægni til dæmis helst að leiðarljósi.
Verksvitið gengur hinsvegar að ákveðnum
markmiðum vísum. Það er siðvitið sem set-
ur þessi markmið. En siðvitið verður að fá
upplýsingar frá hinum „vitunum". Það er
stórhættulegt ef siðvitið starfar einangrað,
ekki síður en þegar verksvitið verður alls-
ráðandi. Þá sitjum við uppi með hugsjóna-
menn úr tengslum við veruleikann. Eg held
að gott sögulegt dæmi um slíkt sé franska
byltingin. Siðvitið er ekki yfir annað hafið,
allt verður að vinna saman til að mannleg
skynsemi fái notið sín.
Ertu að segja að afþví leiði alltaf einhvers-
konar siðblinda þegar þessir þrír þœttir
skynseminnar vinna ekki saman? Glóps-
hátturþegarsiðvitið eitt vísar veginn, hugs-
unarleysi þegar tœknivitið er annarsvegar
og ábyrgðarleysi þegar bókvitið rœður
ferðinni?
Já. Það er eitt dæmi um siðblindu að halda
að bókvitið geti starfað óháð siðviti sem
kemur meðal annars fram í þeirri trú að
vísindi séu hlutlaus og að ekki verði dregn-
ar ályktanir um verðmæti af staðreyndum.
Niðurstöður, staðreyndir eru oft verðmæti
sjálfar. Hvað er skynsemi? Ein skilgreining
á henni er að hún felist í að sjá það sem gott
er og gera það sem rétt er. Sönn skynsemi
sameinar siðvit, bókvit og verksvit.
Er svo að skilja að þú viljir bera saman
ástandið nú á dögum og ástandið í Frakk-
landi á dögum byltingarinnar og segja að
þá hafi siðvitið eitt tekið yfirhöndina, í nú-
tímanum sé það aftur á móti tœknivitið sem
leiki eitt lausum hala?
Nei. Kannski er þó enn meira sammerkt
með þessu tvennu. í frönsku byltingunni
var það á vissan hátt líka tæknivit sem tók
yfirhöndina. Menn héldu að þeir gætu lagt
gamla þjóðfélagið niður og byggt upp nýtt
á grundvelli tiltekinna sanninda sem hefðu
verið uppgötvuð. Þessum markmiðum átti
að vera mögulegt að ná eins og þau væru
tæknileg markmið. Það er alveg sami vand-
inn og nú: Tæknivitið og dýrkun á því hafa
þanist út á kostnað siðvits og bókvits. Og
ég held að þetta sé nátengt hugmyndalegri
þróun á Vesturlöndum síðustu aldirnar.
Eitt höfuðeinkenni á mótun hugmynda-
heims Vesturlandabúa síðustu þrjár aldim-
ar, frá upphafi nýaldar er ofuráhersla á
sjálfið. Heimsmynd okkar á að verulegu
leyti rætur að rekja til vísindabyltingarinnar
og hruns heimsmyndar miðalda. Upphafn-
ing sjálfsins er ofuráhersla á manneskjuna
sem sjálfsvitandi veru. Hún er sett í mið-
punkt heimsins. Það eru einkum Descartes,
54
TMM 1992:1