Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Blaðsíða 70
Mannvirki til fyrirmyndar: varnargarður við vegastæði út í Súgandisey við
Stykkishólm. Grjótgarður hlaðinn með stórvirkum vélum.
standa til — ekki bara að hakka í sig hug-
myndafátækt Hringormanefndar.
Fyrir ferðaþjónustu í landinu er drápið
ltka skaði vegna þess að margir ferðamenn
eru sólgnir í að fá að sjá seli í villtri náttúru
íslands, sem nú verður æ fágætara, auk þess
sem fjöldadrápið vekur andúð og efasemdir
um ágæti íslendinga.
Því nefni ég þetta allt að raunhæf náttúru-
vemd snýst ekki aðeins um það að græða
land og tína msl, eða halda í horfínu. Hún
snýst um aðferðir og atvinnuhætti, sögu
landslagsins, veraldlegan og andlegan
menningararf. Hún snýst líka um menntun
fólks, frjósemi andans og skilning á því
hvemig best er að búa í landinu til frambúð-
ar, vinna verk sín, byggja hús, hún snýst um
verðmætamat. Þeir sem fordæma náttúm-
vernd eins og lenska hefur verið hér forsmá
um leið menningu og sögu.
Sú foma athöfn að slá með orfí og ljá felur
í sér náttúruvernd og allt annars konar verð-
mætamat en það að slá með vélorfi eða
sláttuvél. Skoðum það nánar.
Orf og ljár em ákaflega vel hannað sláttu-
verkfæri. Eflaust má samt gera betur. En
það er ódýrt og hagkvæmt í rekstri og hljóð-
látt í notkun, jafnvel það þegar ljár er brýnd-
ur. Vélorf er hins vegar rándýrt. Það kostar
á við 10-20 sláttuamboð. Það er dýrt í notk-
un og bilanagjarnt og afar hávært. Sláttuaf-
köstin eru ekki sambærileg. Sæmilega
vanur maður slær a.m.k. helmingi meira
með orfi og ljá, jafnvel tífalt, á við þann sem
stendur við vélorfið. Hverjir em þá kostir
vélorfsins? Þeir em að það er heppilegra
60
TMM 1992:1