Tímarit Máls og menningar - 01.03.1992, Page 78
Til er lífsstefna sem nefnist „permakúlt-
úr“ eða framsýn menning. Hér og þar á
jarðríki er hún stunduð og annars staðar er
verið að velta fyrir sér hvemig hægt sé að
koma henni í gagn í víðasta samhengi. I
framsýnni menningu felst það að koma
störfum okkar og atvinnu haganlega fyrir
og í samræmi við náttúruna. Göfugt hug-
sjónamgl gæti einhver gáfaður sagt. Allt í
lagi með það.
En við þurfum á framsýnni menningu að
halda. Hún er eina vonin. Við eigum að
hugsa 25-50-200 ár fram í tímann í stað
kjörtímabila. Verk okkar munu tala þá,
bæði það sem vel er gert og illa. Syndimar
eru varanlegar. í dag myndi enginn lifandi
maður láta sér detta í hug að flytja inn mink
— inn í land þar sem engin slík villidýr
væru fyrir. Það væri glapræði. Eftir 100 ár
verður stórvirkjunum í náttúruperlum
landsins ef til vill líkt við landráð og álverin
kölluð krabbamein Islands.
Með 200 ára framsýn breytast viðhorf. Við
fömm að hugsa í varanlegum verðmætum,
gildismatið breytist. Menntun og menning
fá á sig nýja mynd, fjölbreyttari, frjórri og
skemmtilegri. Enginn vafi er á því að hægt
er að njóta lífsins gæða ríkulegar en nú er
gert með spennu og eyðslu. Framsýn menn-
ing er ekki aðeins fólgin í stefnu sem felst í
því að ögra ekki náttúröflunum heldur að
þau vinni með manni. Hún felst líka í alls
kyns verkmenningu, náttúmvemd, at-
vinnuháttum og lífsviðhorfum. Framsýn
menning byggist á þekkingu sem lengi hef-
ur verið til að viðbœttri nútímaþekkingu í
tækni, vísindum og verkmenntun. Hún
tengir fortíð við nútíma og náttúrana við
athafnir okkar. Hún er brúin sem byggja
þarf til þess að við skiljum samhengið í
tilverunni — og vissulega með rómantísku
yfirbragði — ekki veitir af.
Við emm á braut firringar en erum við,
Framsýn menning byggist á
þekkingu sem lengi hefur ver-
ið til að viðbættri nútímaþekk-
ingu í tœkni, vísindum og
verkmenntun.
þessi konungborna þrælaþjóð, menn til
þess að fara út af henni og finna nýjar
lausnir, hollara og þróttmeira líf?
Á þeirri braut er von um mikinn fugla-
söng.
Erindi á ráðstefnu Landverndar 1991 um
menningarlandslag, „Asýnd íslands í fortíð,
nútíð, framtíð“. — Ljósmyndir eru eftir grein-
arhöfund.
68
TMM 1992:1